Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu í gær. vísir/andri marinó Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“ Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“
Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39