Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. maí 2017 20:00 Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns. Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns.
Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira