Spil gegn staðalímyndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Hér má sjá dæmi um pípara, leikskólakennara, listamenn og hjúkrunarfræðinga en alls er um fimmtán störf að ræða vísir/bsm Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent