Vonandi gaman að syngja og þá gaman að hlusta Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2017 11:00 Sigurður Bragason, tónskáld og söngvari. Nýtt verk eftir hann verður frumflutt á 30 ára afmælistónleikum Árbæjarkirkju í kvöld. Visir/GVA Sigurði Bragasyni er margt til lista lagt en auk þess að vera kunnur fyrir söng bæði hér heima og utan landsteinanna hefur hann einnig samið nokkur tónverk og fjölda laga fyrir kóra og einsöngvara. Í kvöld kl. 20 verður frumflutt nýtt verk eftir Sigurð á afmælistónleikum Árbæjarkirkju en Sigurður segir að þau hafi pantað verkið frá honum á sínum tíma. „Þau höfðu verið að flytja Ave Maríuna mína á nokkrum tónleikum og af mörgum kórum. Í framhaldi af því hafði Krisztina Kalló Szklenár, stjórnandi og organisti við kirkjuna, samband við mig og bað mig um að semja verk sem væri í svipuðum stíl og Ave María. Hún bað um mjög lagrænt verk og þar sem ég hafði verið að frumflytja annað verk á stórum styrktartónleikum fyrr í vetur þá reyndist þetta verða ansi mikil vinna að vera með bæði þessi verkefni í gangi á sama tíma. En það tókst að klára þetta í tíma.“ Sigurður segir að verkið sé samið við þrjá ljóðabálka eftir Jón Arason, biskup á Hólum. „Þetta verður frumflutningur í kvöld og á laugardaginn kl. 16 verðum við svo í Skálholti þar sem Jón var reyndar tekinn af lífi blessaður,“ segir Sigurður og víkur að því hvers vegna ljóð eftir Jón Arason hafi orðið fyrir valinu. „Ave Marían er í svona lagrænum og aðeins eldri stíl þó svo að hljómasamsetningin sé nýleg þannig séð. Gæti verið úr gamalli tónlist rétt eins og úr popptónlist og þá jafnvel frá Bítlunum. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að vera með skáld frá gamla tímanum en vera svo með í verkinu hljóma sem tengjast okkar tímum og þá einkum léttari tónlist. Þannig næst að hafa þetta lagrænt þannig að nánast allir geta sungið þetta en samt er mikið í þetta lagt og vefnaðurinn flókinn. Ég nota mikið kontrapunkt sem er þessi gamla tónsmíðaaðferð og leitast við að hafa þetta hljómrænt og gera þetta þannig að fólkinu finnist gaman að syngja þetta og vonandi þá hlustendum gaman að hlusta.“ Auk þess að blanda saman gömlum og nýjum tíma þá nýtir Sigurður einnig kirkjuna sjálfa fyrir verkið. „Já, ég ákvað að semja þetta verk fyrir kór og bergmálskór sem er staðsettur hinum megin í kirkjunni. Í einum þættinum munu einsöngvararnir svo mynda kross þannig að sópraninn stendur við altarið og tenórinn í hinum enda kirkjunnar, bassinn hægra megin við áhorfendur í kirkjunni en altinn vinstra megin. Þannig mynda þau kross og kallast á hvert við annað. Þannig að ég er svona aðeins að leitast við að nota kirkjuna sem hljóðfæri. Árbæjarkirkja er nefnilega góð til tónleikahalds, orgelið er mjög gott og þarna er fallegur hljómur og aðstaða öll til fyrirmyndar. Það verður líka boðið upp á kaffi og konfekt eftir tónleikana en svo eru þau að fara að byggja nýtt safnaðarheimili þannig að það er heilmikið að gerast í kirkjustarfinu.“ Það er í mörg horn að líta hjá Sigurði þessa dagana en hann hefur verið að taka upp geisladisk að undanförnu en þar er hann í hlutverki söngvarans. „Ég hef verið við það úti í Düsseldorf og hann er að fara að klárast. Vonandi kem ég með hann fyrir næstu jól en þar er ég að syngja Tsjaíkovskíj, Liszt og líka Pál Ísólfsson, Jón Leifs og Jón Þórarinsson svo einhverjir séu nefndir. Þetta er tónlist frá sex löndum, allt litauðug verk og mörg hver viðamikil. Afar skemmtilegt verkefni. En svo er að koma út frá mér þessa dagana bók með fjórtán kór- og einsöngslögum undir titlinum Tært drýpur vatnið. Þannig að það er nóg að gera.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurði Bragasyni er margt til lista lagt en auk þess að vera kunnur fyrir söng bæði hér heima og utan landsteinanna hefur hann einnig samið nokkur tónverk og fjölda laga fyrir kóra og einsöngvara. Í kvöld kl. 20 verður frumflutt nýtt verk eftir Sigurð á afmælistónleikum Árbæjarkirkju en Sigurður segir að þau hafi pantað verkið frá honum á sínum tíma. „Þau höfðu verið að flytja Ave Maríuna mína á nokkrum tónleikum og af mörgum kórum. Í framhaldi af því hafði Krisztina Kalló Szklenár, stjórnandi og organisti við kirkjuna, samband við mig og bað mig um að semja verk sem væri í svipuðum stíl og Ave María. Hún bað um mjög lagrænt verk og þar sem ég hafði verið að frumflytja annað verk á stórum styrktartónleikum fyrr í vetur þá reyndist þetta verða ansi mikil vinna að vera með bæði þessi verkefni í gangi á sama tíma. En það tókst að klára þetta í tíma.“ Sigurður segir að verkið sé samið við þrjá ljóðabálka eftir Jón Arason, biskup á Hólum. „Þetta verður frumflutningur í kvöld og á laugardaginn kl. 16 verðum við svo í Skálholti þar sem Jón var reyndar tekinn af lífi blessaður,“ segir Sigurður og víkur að því hvers vegna ljóð eftir Jón Arason hafi orðið fyrir valinu. „Ave Marían er í svona lagrænum og aðeins eldri stíl þó svo að hljómasamsetningin sé nýleg þannig séð. Gæti verið úr gamalli tónlist rétt eins og úr popptónlist og þá jafnvel frá Bítlunum. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að vera með skáld frá gamla tímanum en vera svo með í verkinu hljóma sem tengjast okkar tímum og þá einkum léttari tónlist. Þannig næst að hafa þetta lagrænt þannig að nánast allir geta sungið þetta en samt er mikið í þetta lagt og vefnaðurinn flókinn. Ég nota mikið kontrapunkt sem er þessi gamla tónsmíðaaðferð og leitast við að hafa þetta hljómrænt og gera þetta þannig að fólkinu finnist gaman að syngja þetta og vonandi þá hlustendum gaman að hlusta.“ Auk þess að blanda saman gömlum og nýjum tíma þá nýtir Sigurður einnig kirkjuna sjálfa fyrir verkið. „Já, ég ákvað að semja þetta verk fyrir kór og bergmálskór sem er staðsettur hinum megin í kirkjunni. Í einum þættinum munu einsöngvararnir svo mynda kross þannig að sópraninn stendur við altarið og tenórinn í hinum enda kirkjunnar, bassinn hægra megin við áhorfendur í kirkjunni en altinn vinstra megin. Þannig mynda þau kross og kallast á hvert við annað. Þannig að ég er svona aðeins að leitast við að nota kirkjuna sem hljóðfæri. Árbæjarkirkja er nefnilega góð til tónleikahalds, orgelið er mjög gott og þarna er fallegur hljómur og aðstaða öll til fyrirmyndar. Það verður líka boðið upp á kaffi og konfekt eftir tónleikana en svo eru þau að fara að byggja nýtt safnaðarheimili þannig að það er heilmikið að gerast í kirkjustarfinu.“ Það er í mörg horn að líta hjá Sigurði þessa dagana en hann hefur verið að taka upp geisladisk að undanförnu en þar er hann í hlutverki söngvarans. „Ég hef verið við það úti í Düsseldorf og hann er að fara að klárast. Vonandi kem ég með hann fyrir næstu jól en þar er ég að syngja Tsjaíkovskíj, Liszt og líka Pál Ísólfsson, Jón Leifs og Jón Þórarinsson svo einhverjir séu nefndir. Þetta er tónlist frá sex löndum, allt litauðug verk og mörg hver viðamikil. Afar skemmtilegt verkefni. En svo er að koma út frá mér þessa dagana bók með fjórtán kór- og einsöngslögum undir titlinum Tært drýpur vatnið. Þannig að það er nóg að gera.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira