Takk Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Kæri sjálfboðaliði, ein af frumþörfum mannsins er að mynda tengsl og láta gott af sér leiða. Ég er svo þakklát þér og öllu því fólki í samfélagi okkar sem er í sjálfboðinni þjónustu við það að umvefja menn og málefni á uppbyggilegan hátt. Ekkert okkar hefur tölur yfir allar gefnu vinnustundirnar í landinu, en ef það væri reiknað til launa værum við öll gapandi. Þegar við horfum til björgunarsveitanna, kvenfélaganna, Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar, kirknanna, skátanna, íþróttafélaganna, foreldrafélaganna og félagasamtaka eins og Amnesty, Kiwanis, Rotary, Lions, Oddfellow, Frímúrara – og er þá bara brot upp talið af því sem þjóðin hefur fram að færa í félagslegu tilliti vegna samtakamáttar almennings – hljótum við öll að lúta höfði í þökk. Nú síðast bættust við Pieta samtökin sem ætla að ávarpa sjálfsvígsvandann. Ég tel það einstakt gæfuefni að það líður ekki sá dagur í mínu starfi að ég verði ekki vitni að framlögum og gjöfum fólks. Þó vitum við öll að megnið af allri þessari gæsku og umhyggju sem veitt er í formi vinnuframlags og gjafa er ósýnilegt. Ég man t.d. þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum hvernig kvenfélagið Líkn sá sjúkrahúsinu fyrir mikilvægum tækjum til þess að halda uppi heilbrigðisþjónustu við bæjarbúa og kvenfélag Landakirkju bakaði fyrir milljónir króna til að hlúa að kirkjunni og safnaðarheimilinu. Já, hugsið ykkur allar terturnar sem íslenskar konur hafa breytt í gjafafé til að lyfta grettistökum. Það segir mikið um sjálfsmynd þjóðarinnar hvernig einstaklingar stíga óhræddir fram til þess að styrkja fólk sem verður fyrir áföllum. Sjálfboðin þjónusta er límið í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun
Kæri sjálfboðaliði, ein af frumþörfum mannsins er að mynda tengsl og láta gott af sér leiða. Ég er svo þakklát þér og öllu því fólki í samfélagi okkar sem er í sjálfboðinni þjónustu við það að umvefja menn og málefni á uppbyggilegan hátt. Ekkert okkar hefur tölur yfir allar gefnu vinnustundirnar í landinu, en ef það væri reiknað til launa værum við öll gapandi. Þegar við horfum til björgunarsveitanna, kvenfélaganna, Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar, kirknanna, skátanna, íþróttafélaganna, foreldrafélaganna og félagasamtaka eins og Amnesty, Kiwanis, Rotary, Lions, Oddfellow, Frímúrara – og er þá bara brot upp talið af því sem þjóðin hefur fram að færa í félagslegu tilliti vegna samtakamáttar almennings – hljótum við öll að lúta höfði í þökk. Nú síðast bættust við Pieta samtökin sem ætla að ávarpa sjálfsvígsvandann. Ég tel það einstakt gæfuefni að það líður ekki sá dagur í mínu starfi að ég verði ekki vitni að framlögum og gjöfum fólks. Þó vitum við öll að megnið af allri þessari gæsku og umhyggju sem veitt er í formi vinnuframlags og gjafa er ósýnilegt. Ég man t.d. þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum hvernig kvenfélagið Líkn sá sjúkrahúsinu fyrir mikilvægum tækjum til þess að halda uppi heilbrigðisþjónustu við bæjarbúa og kvenfélag Landakirkju bakaði fyrir milljónir króna til að hlúa að kirkjunni og safnaðarheimilinu. Já, hugsið ykkur allar terturnar sem íslenskar konur hafa breytt í gjafafé til að lyfta grettistökum. Það segir mikið um sjálfsmynd þjóðarinnar hvernig einstaklingar stíga óhræddir fram til þess að styrkja fólk sem verður fyrir áföllum. Sjálfboðin þjónusta er límið í samfélaginu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun