Sjálfstætt fólk með Baltasar í fararbroddi á skjáinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:23 RÚV og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa gert með sér samkomulag um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar. Gerðir verða sex til átta sjónvarpsþættir auk kvikmyndar sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Ríkisútvarpið og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa undirritað samning þess efnis. Baltasar Kormákur mun leikstýra verkinu og skrifa handritið, í samstarfi við aðra handritshöfunda. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og stefnt verður að því að flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir, að því er segir í tilkynningu frá Rúv. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku. „Það hefur lengi blundað í mér að gera kvikmynd eftir þessari frægustu bók okkar Íslendinga. Þessi saga harðræðis, þvermóðsku og brostinna drauma talar til allra, ekki bara okkar hér á landi. Þetta er krefjandi verkefni sem allir munu hafa skoðun á og það gerir það enn meira spennandi. Það er mjög ánægjulegt að RÚV auki enn aðkomu sína að leiknu sjónvarpsefni og stuðli þannig að því að íslensk þáttagerð færist á enn hærra plan,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist einnig afar ánægður með þetta nýja metnaðarfulla verkefni, sérstaklega í ljósi farsæls samstarfs ríkisútvarpsins og Rvk studios. „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út 1934-35 og er líklega sú saga sem víðast hefur borið hróður Halldórs Laxness. Hún fór sigurför um heiminn um miðbik 20. aldar, var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist í hálfri milljón eintaka á aðeins tveimur vikum. Þessi mikla velgengni Sjálfstæðs fólks um víða veröld átti eflaust stóran þátt í að Halldór var sæmdur Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1955 en við það tilefni var hann sagður hafa skipað sér á stall með höfuðskáldum heimsbókmenntanna á borð við Miguel de Cervantes, Émile Zola, Leo Tolstoy og Knut Hamsun. Þegar Sjálfstætt fólk var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar, árið 1997, sagði gagnrýnandi Washington Post í lok lofsamlegs dóms að Sjálfstætt fólk hefði allt sem ein skáldsaga getur haft upp á að bjóða. New York Times taldi hana í hópi hundrað bestu bóka sögunnar,“ segir RÚV í tilkynningu sinni. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gerðir verða sex til átta sjónvarpsþættir auk kvikmyndar sem byggðir verða á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Ríkisútvarpið og RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, hafa undirritað samning þess efnis. Baltasar Kormákur mun leikstýra verkinu og skrifa handritið, í samstarfi við aðra handritshöfunda. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist síðla árs 2018. Þær fara fram á Íslandi og stefnt verður að því að flestir í tökuliði og leikarahópi verði íslenskir, að því er segir í tilkynningu frá Rúv. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir að bæði þáttaröðin og kvikmyndin verði tekin upp á íslensku. „Það hefur lengi blundað í mér að gera kvikmynd eftir þessari frægustu bók okkar Íslendinga. Þessi saga harðræðis, þvermóðsku og brostinna drauma talar til allra, ekki bara okkar hér á landi. Þetta er krefjandi verkefni sem allir munu hafa skoðun á og það gerir það enn meira spennandi. Það er mjög ánægjulegt að RÚV auki enn aðkomu sína að leiknu sjónvarpsefni og stuðli þannig að því að íslensk þáttagerð færist á enn hærra plan,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segist einnig afar ánægður með þetta nýja metnaðarfulla verkefni, sérstaklega í ljósi farsæls samstarfs ríkisútvarpsins og Rvk studios. „Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness kom út 1934-35 og er líklega sú saga sem víðast hefur borið hróður Halldórs Laxness. Hún fór sigurför um heiminn um miðbik 20. aldar, var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist í hálfri milljón eintaka á aðeins tveimur vikum. Þessi mikla velgengni Sjálfstæðs fólks um víða veröld átti eflaust stóran þátt í að Halldór var sæmdur Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1955 en við það tilefni var hann sagður hafa skipað sér á stall með höfuðskáldum heimsbókmenntanna á borð við Miguel de Cervantes, Émile Zola, Leo Tolstoy og Knut Hamsun. Þegar Sjálfstætt fólk var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar, árið 1997, sagði gagnrýnandi Washington Post í lok lofsamlegs dóms að Sjálfstætt fólk hefði allt sem ein skáldsaga getur haft upp á að bjóða. New York Times taldi hana í hópi hundrað bestu bóka sögunnar,“ segir RÚV í tilkynningu sinni.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira