Botninum náð Magnús Guðmundsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Eftir að hafa mátt um nokkra hríð bíða í óvissu um framtíð starfa sinna á Akranesi var fiskvinnslufólki HB Granda tilkynnt um niðurstöðuna. Alls 86 starfsmönnum HB Granda verður sagt upp störfum fyrir mánaðamót og geta þeir í besta falli vonast eftir því að verða boðið sambærilegt starf í Reykjavík. En á meðan fiskverkafólkið á Akranesi bíður eftir uppsagnarbréfunum sínum bíða hluthafar í HB Granda eftir því að arður verði greiddur út fyrir árið 2016 en ein króna verður greidd í arð á hvern hlut. Fjárhæðin verður greidd út þann 31. maí næstkomandi og nemur alls 1,8 milljörðum króna sem hluthafarnir skipta á milli sín. Það er því óhætt að segja að hlutskipti starfsmanna og eigenda fyrirtækisins sé ólíkt. „HB Grandi er traustur vinnustaður þar sem stjórnendum og starfsmönnum er annt um vellíðan og heilbrigði samstarfsfólks síns,“ stendur á heimasíðu fyrirtækisins undir fyrirsögninni Vellíðan og starfsandi. Kannski þessi setning verði svo bara tekin af heimasíðunni þegar búið verður að segja upp 86 manns fyrir mánaðamótin til þess að hámarka frekar hagnað fyrirtækisins. Hámarka arðgreiðslur til eigenda fremur en að stuðla að stöðugleika fyrir starfsfólkið og Akranes. Hámarka arðgreiðslur til Vogunar, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins A-deildar og Arion banka og þannig mætti áfram telja af lista stærstu hluthafa í HB Granda. Saga HB Granda og Akraness er auðvitað ekkert einsdæmi. Langt frá því. Allt síðan kvótakerfinu var komið á til þess að koma í veg fyrir að íslensk útgerð gengi af miðunum dauðum með ofveiði hafa bæjarfélög víða um land mátt búa við óöryggi þar sem framtíð fólks og byggða hefur verið í höndum örfárra einstaklinga í krafti kvóta sem þeir hafa fengið að sýsla með óáreittir og án ábyrgðar. Kvóta sem er ekkert annað en hlutdeild í auðlind sem er auðvitað þjóðarinnar allrar en ekki fárra útvalinna einstaklinga og hagsmunaaðila sem hafa ítrekað tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni heildarinnar. Aðstæður fiskverkafólksins á Akranesi eru langt frá því að vera einsdæmi í sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins, en það merkilega er að enn og aftur virðast aðstæður á borð við þessar koma stjórnmálamönnum nokkuð á óvart. Enda keppast þeir nú við að lýsa því yfir að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Við núverandi aðstæður verði ekki lengur unað, en svo sýnist sitt hverjum hvað sé þá helst til ráða. Því verður kannski nú sem endranær minna um aðgerðir og meira um yfirlýsingar. En við skulum samt vona ekki. Við skulum vona að stjórnmálin geri sér grein fyrir því að nú sé siðferðilegum botni náð. Að það sé orðið löngu tímabært að það sé til vinna fyrir fólkið en ekki fólk fyrir vinnu, eftir hentugleikum þeirra sem höndla með aflaheimildir í fiskinum okkar allra. Að tími róttækra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé löngu runninn upp og að hagsmunir byggða landsins og þjóðarinnar í heild sinni verði hafðir að leiðarljósi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Eftir að hafa mátt um nokkra hríð bíða í óvissu um framtíð starfa sinna á Akranesi var fiskvinnslufólki HB Granda tilkynnt um niðurstöðuna. Alls 86 starfsmönnum HB Granda verður sagt upp störfum fyrir mánaðamót og geta þeir í besta falli vonast eftir því að verða boðið sambærilegt starf í Reykjavík. En á meðan fiskverkafólkið á Akranesi bíður eftir uppsagnarbréfunum sínum bíða hluthafar í HB Granda eftir því að arður verði greiddur út fyrir árið 2016 en ein króna verður greidd í arð á hvern hlut. Fjárhæðin verður greidd út þann 31. maí næstkomandi og nemur alls 1,8 milljörðum króna sem hluthafarnir skipta á milli sín. Það er því óhætt að segja að hlutskipti starfsmanna og eigenda fyrirtækisins sé ólíkt. „HB Grandi er traustur vinnustaður þar sem stjórnendum og starfsmönnum er annt um vellíðan og heilbrigði samstarfsfólks síns,“ stendur á heimasíðu fyrirtækisins undir fyrirsögninni Vellíðan og starfsandi. Kannski þessi setning verði svo bara tekin af heimasíðunni þegar búið verður að segja upp 86 manns fyrir mánaðamótin til þess að hámarka frekar hagnað fyrirtækisins. Hámarka arðgreiðslur til eigenda fremur en að stuðla að stöðugleika fyrir starfsfólkið og Akranes. Hámarka arðgreiðslur til Vogunar, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins A-deildar og Arion banka og þannig mætti áfram telja af lista stærstu hluthafa í HB Granda. Saga HB Granda og Akraness er auðvitað ekkert einsdæmi. Langt frá því. Allt síðan kvótakerfinu var komið á til þess að koma í veg fyrir að íslensk útgerð gengi af miðunum dauðum með ofveiði hafa bæjarfélög víða um land mátt búa við óöryggi þar sem framtíð fólks og byggða hefur verið í höndum örfárra einstaklinga í krafti kvóta sem þeir hafa fengið að sýsla með óáreittir og án ábyrgðar. Kvóta sem er ekkert annað en hlutdeild í auðlind sem er auðvitað þjóðarinnar allrar en ekki fárra útvalinna einstaklinga og hagsmunaaðila sem hafa ítrekað tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni heildarinnar. Aðstæður fiskverkafólksins á Akranesi eru langt frá því að vera einsdæmi í sögu íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins, en það merkilega er að enn og aftur virðast aðstæður á borð við þessar koma stjórnmálamönnum nokkuð á óvart. Enda keppast þeir nú við að lýsa því yfir að eitthvað þurfi til bragðs að taka. Við núverandi aðstæður verði ekki lengur unað, en svo sýnist sitt hverjum hvað sé þá helst til ráða. Því verður kannski nú sem endranær minna um aðgerðir og meira um yfirlýsingar. En við skulum samt vona ekki. Við skulum vona að stjórnmálin geri sér grein fyrir því að nú sé siðferðilegum botni náð. Að það sé orðið löngu tímabært að það sé til vinna fyrir fólkið en ekki fólk fyrir vinnu, eftir hentugleikum þeirra sem höndla með aflaheimildir í fiskinum okkar allra. Að tími róttækra breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé löngu runninn upp og að hagsmunir byggða landsins og þjóðarinnar í heild sinni verði hafðir að leiðarljósi.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. maí.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun