Laugardagur í lamasessi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2017 07:00 Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við. Þetta verður auðvitað ekki íslenskara. Þetta er alveg eins og þegar við mætum einhverri stórþjóð í boltaíþrótt. Við vitum alveg að líkurnar eru svona eitt prósent að við vinnum en samt eru allir búnir að plana sigurpartí út um allt. Ár eftir ár bíðum við á heljarþröm eftir því að alltof hressir kynnar rífi A5-blað sem á stendur „Ísland“ upp úr umslagi. Gleði næstu helgar veltur á því að þeir hrópi: „ICELAND!“ og við sjáum Eurovision-hópinn okkar tryllast af gleði í græna herberginu. Allar milljónirnar sem við borgum fyrir þetta ferðalag ríkisstarfsmannanna gleymast og Goða-svínahnakkarnir í piparsósunni seljast upp áður en laugardagurinn rennur upp. Nú, þriðja árið í röð, verður röðin í kjötborðin ekki jafn löng á Eurovision-laugardegi og enga yfirvinnu þarf til að brjóta eggin í majónesið hjá ídýfuframleiðendum. Þriðja árið í röð komumst við ekki í úrslitin og þá er komið að því að benda hvert á annað: Hverjum er þetta að kenna? Þetta er náttúrlega okkur sjálfum að kenna því Söngvakeppni Sjónvarpsins er lýðræðisleg kosning, eða svona allt að því. Það er hægt að grenja sig inn í úrslitin og fá svo varla stig frá þjóðinni en í heildina er þetta okkur að kenna. Þarf að taka af okkur Eurovision-valdið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun
Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við. Þetta verður auðvitað ekki íslenskara. Þetta er alveg eins og þegar við mætum einhverri stórþjóð í boltaíþrótt. Við vitum alveg að líkurnar eru svona eitt prósent að við vinnum en samt eru allir búnir að plana sigurpartí út um allt. Ár eftir ár bíðum við á heljarþröm eftir því að alltof hressir kynnar rífi A5-blað sem á stendur „Ísland“ upp úr umslagi. Gleði næstu helgar veltur á því að þeir hrópi: „ICELAND!“ og við sjáum Eurovision-hópinn okkar tryllast af gleði í græna herberginu. Allar milljónirnar sem við borgum fyrir þetta ferðalag ríkisstarfsmannanna gleymast og Goða-svínahnakkarnir í piparsósunni seljast upp áður en laugardagurinn rennur upp. Nú, þriðja árið í röð, verður röðin í kjötborðin ekki jafn löng á Eurovision-laugardegi og enga yfirvinnu þarf til að brjóta eggin í majónesið hjá ídýfuframleiðendum. Þriðja árið í röð komumst við ekki í úrslitin og þá er komið að því að benda hvert á annað: Hverjum er þetta að kenna? Þetta er náttúrlega okkur sjálfum að kenna því Söngvakeppni Sjónvarpsins er lýðræðisleg kosning, eða svona allt að því. Það er hægt að grenja sig inn í úrslitin og fá svo varla stig frá þjóðinni en í heildina er þetta okkur að kenna. Þarf að taka af okkur Eurovision-valdið?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun