Innlent

Byrjað að hvessa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hitastig á fjallvegum er komið um og undir frostmark og fellur því öll úrkoma þar sem slydda eða snjókoma.
Hitastig á fjallvegum er komið um og undir frostmark og fellur því öll úrkoma þar sem slydda eða snjókoma. Vísir/Vilhelm
Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. Hvassast verður norðvestantil á landinu fyrripart dags en seinnipartinn undir Vatnajökli og Eyjafjöllum.

Þá heldur áfram að kólna, einkum fyrir norðan, en lítil úrkoma er fyrir norðan enn sem komið er. Hitastig á fjallvegum er komið um og undir frostmark og fellur því öll úrkoma þar sem slydda eða snjókoma. Veðurstofan biður fólk um að hafa varann á því stutt er í að bæti í úrkomuna fyrir norðan.

Eins þurfi að fara gætilega því Hellisheiði sé nánast orðin hvít af snjó en þar mun hitinn frekar hækka þegar líður á daginn og einnig dregur úr ofankomunni þar í dag.

Á morgun er gert ráð fyrir heldur minni vind og að það dragi úr ofankomunni fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt um landið vestanvert. Ekki er búist við að hlýni fyrr en um helgina.

Versta hríðarveðrið á Vestfjörðum

„Versta hríðarveðrið verður á Vestfjörðum og mjög blint í 20-25 m/s, einkum á Gemlufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði, á Klettshálsi og Þröskuldum. Dregur úr ofankomu seinnipartinn en lægir ekki að ráði fyrr en í nótt. Dálítið snjófjúk verður á öðrum fjallvegum og NA 13-18 m/s.  Í Öræfum hvessir með morgninum, þar verða vindhviður allt að 45 m/s frá hádegi og litla breytingu er að sjá þar allt til morguns. Eins er hætt við sandfoki á Skeiðárársandi.  Undir Eyjafjöllum verður líka hvasst í dag og hætt við hviðum 35-40 m/s, einkum frá því um miðjan dag,“ segir á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×