Vorboðinn ljúfi og glimmerhúðaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2017 07:00 Karnivalið er handan við hornið. Á laugardaginn verður fjörlegri systir heilagra jóla haldin hátíðleg í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er á dagskrá. Og ég er upp á mitt absalút besta. Ég er hvorki trúuð persóna né sérstaklega spiritúal. Í maímánuði hvers árs verður þó roknabreyting þar á. Sumir tilbiðja Jesú Krist, aðrir Múhameð spámann. Kvöldbænirnar mínar eru hins vegar í nafni Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, og ef þið viljið komast inn í himnaríki, hvar líkömnuð útgáfa lagsins Angel með Two Tricky fer með lyklavöld, er nauðsynlegt að fara að fordæmi mínu. Eftir hamfarirnar 2015, þegar þjóðinni láðist að biðja Jon-Ola-Sand-bænirnar og Friðrik Dór tók í kjölfarið ekki þátt í Eurovision, hef ég hætt að einblína á gengi okkar Íslendinga í keppninni. Nú skiptir hið alltumlykjandi konsept höfuðmáli. Það er heitt grillið á pallinum, hvernig sem djöfulsins viðrar, og kaldur Somersby með röri. Það eru góðir vinir. Það eru Paula og Ovi frá Rúmeníu að þykjast spila á píanó sem hringast í kringum þau eins og naðra að maula halann á sér. Eurovision er gullstrákar frá Ísrael og spengilegar gellur af Balkanskaganum. Sólbrún, grísk goð að rífa hvítar dragtir utan af ámóta goðumlíkum dönsurum. Mummi vinur minn að bölsótast út í dönsku þjóðina fyrir að selja okkur fyrst ormétið mjöl og gefa okkur svo bara þrjú stig. Hinn franski Jessy Matador í alhvítum sportklæðnaði. Tandurhrein gleði og kátína. Með þessu vil ég minna lesendur á að veislan er eftir ærandi fáa daga og Eurovision-partí skipuleggja sig ekki sjálf. Jon Ola Sand veri með ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Karnivalið er handan við hornið. Á laugardaginn verður fjörlegri systir heilagra jóla haldin hátíðleg í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er á dagskrá. Og ég er upp á mitt absalút besta. Ég er hvorki trúuð persóna né sérstaklega spiritúal. Í maímánuði hvers árs verður þó roknabreyting þar á. Sumir tilbiðja Jesú Krist, aðrir Múhameð spámann. Kvöldbænirnar mínar eru hins vegar í nafni Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, og ef þið viljið komast inn í himnaríki, hvar líkömnuð útgáfa lagsins Angel með Two Tricky fer með lyklavöld, er nauðsynlegt að fara að fordæmi mínu. Eftir hamfarirnar 2015, þegar þjóðinni láðist að biðja Jon-Ola-Sand-bænirnar og Friðrik Dór tók í kjölfarið ekki þátt í Eurovision, hef ég hætt að einblína á gengi okkar Íslendinga í keppninni. Nú skiptir hið alltumlykjandi konsept höfuðmáli. Það er heitt grillið á pallinum, hvernig sem djöfulsins viðrar, og kaldur Somersby með röri. Það eru góðir vinir. Það eru Paula og Ovi frá Rúmeníu að þykjast spila á píanó sem hringast í kringum þau eins og naðra að maula halann á sér. Eurovision er gullstrákar frá Ísrael og spengilegar gellur af Balkanskaganum. Sólbrún, grísk goð að rífa hvítar dragtir utan af ámóta goðumlíkum dönsurum. Mummi vinur minn að bölsótast út í dönsku þjóðina fyrir að selja okkur fyrst ormétið mjöl og gefa okkur svo bara þrjú stig. Hinn franski Jessy Matador í alhvítum sportklæðnaði. Tandurhrein gleði og kátína. Með þessu vil ég minna lesendur á að veislan er eftir ærandi fáa daga og Eurovision-partí skipuleggja sig ekki sjálf. Jon Ola Sand veri með ykkur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun