Rokkarinn Gregg Allman er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 21:01 Gregg Allman. Vísir/Getty Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira