Brexit herferð Secret Solstice vekur athygli: Tilboð sem býðst Íslendingum líka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 19:02 Veggspjöld líkt og þessi eru víðsvegar um London. Sveinn Rúnar Einarsson Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“ Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Fjöldi veggspjalda hefur verið settur upp víðsvegar um London þar sem Bretar eru hvattir til þess að heimsækja vefsíðuna IcelandlovesUK.com og stendur einfaldlega á veggspjaldinu „Sérstakt verð fyrir ESB vinur minn“ eða á frummálinu „Special price for EU my friend.“ Um er að ræða markaðsherferð á vegum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice þar sem Bretum eru boðnir miðar á sérkjörum og hefur hún að sögn skipuleggjenda vakið mikla athygli. Íslendingar geta einnig nýtt sér þessi sérkjör. Í samtali við Vísi segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, að markmiðið hafi verið að vera skemmtileg við Bretana, með því að bjóða þeim miða á hátíðina að andvirði 160 punda í stað 185 punda eða því sem nemur 20.500 íslenskra króna. „Við vildum bara vera skemmtileg við Bretana og bjóða þeim upp á að kaupa miða á hátíðina á sama tilboði og við bjóðum fólki sem býr í Evrópusambandslöndum.“ Sveinn segir að herferðin hafi vakið mikla athygli og mismunandi viðbrögð meðal Breta. „Það er beggja blands samt. Annað hvort finnst fólki þetta vera frábært en stundum er fólk enn fúlt út í okkur vegna Icesave. Bretar eru náttúrulega mjög stoltir. Við höfum fengið bæði mjög góð viðbrögð en sumir eru líka svolítið móðgaðir.“ Íslendingar geta keypt sér miða á hátíðina á vef Tix og kostar miðinn þar 24.900 krónur. Spurður hvort að Íslendingar geti einnig nálgast miðana á þessu verði í gegn um umrædda vefsíðu segir Sveinn að svo sé. „Við getum eiginlega ekki fylgst með því eða stöðvað það. Verðið er lægra en það er rétt að taka fram að þetta er takmarkað miðamagn en það er um að gera að nýta sér þetta.“
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira