Valentino Rossi á spítala eftir motocross slys Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2017 10:16 Valentino Rossi. Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent
Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent