Fallegt en sorglegt María Bjarnadóttir skrifar 26. maí 2017 08:00 „Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja.“ Þessi orð voru markaðssett sem jólaskraut árið 2013, en eiga að mínu viti við allt árið um kring. Ekki síst þegar atburðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásin í Manchester eiga sér stað. Ungur maður gerði árás á samborgara sína á tónleikum. Aðdáendahópur tónlistarkonunnar eru aðallega börn. Samsetning tónleikagesta hefur líklega verið svipuð og á Bieber tónleikunum í KópavogiHvers vegna ræðst einhver svona fólskulega að samfélaginu sem hann býr í? Það reynir á foreldra að útskýra fyrir börnunum sínum ástæður svona voðaverka. Það er ennþá flóknara að ætla sér það án þess að meðvitað eða ómeðvitað stuðla að fordómum vegna trúarbragða eða uppruna fólks. Við erum ekki öll alþjóðastjórnmálafræðingar, heimspekingar eða kennarar. Sum okkar eru til dæmis bara lögfræðingar sem hafa ekki sérþekkingu á flóknu samspili sögulegra, alþjóðlegra, samfélagslegra og einstaklingsbundinna þátta sem liggja að baki svona hörmungum. Við vestrænu foreldrarnir sem ölum upp börn í friðarríkjum með frístundakort í annarri og ferðafrelsi í hinni erum ekki ein í þessari stöðu. Ég hef hugsað svolítið til foreldra í Sýrlandi. Hvernig útskýra þau árásirnar í heimalandinu? Að það sé enginn skóli því að byggingin eru rústir einar. Það skiptir máli hvernig við tölum við börnin okkar um hörmungar heimsins. Svarthvítur veruleiki um góða liðið og vonda liðið er ekki gott veganesti fyrir flókna heimsmynd. Það er nefnilega bæði fallegt og sorglegt að vera manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun
„Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja.“ Þessi orð voru markaðssett sem jólaskraut árið 2013, en eiga að mínu viti við allt árið um kring. Ekki síst þegar atburðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásin í Manchester eiga sér stað. Ungur maður gerði árás á samborgara sína á tónleikum. Aðdáendahópur tónlistarkonunnar eru aðallega börn. Samsetning tónleikagesta hefur líklega verið svipuð og á Bieber tónleikunum í KópavogiHvers vegna ræðst einhver svona fólskulega að samfélaginu sem hann býr í? Það reynir á foreldra að útskýra fyrir börnunum sínum ástæður svona voðaverka. Það er ennþá flóknara að ætla sér það án þess að meðvitað eða ómeðvitað stuðla að fordómum vegna trúarbragða eða uppruna fólks. Við erum ekki öll alþjóðastjórnmálafræðingar, heimspekingar eða kennarar. Sum okkar eru til dæmis bara lögfræðingar sem hafa ekki sérþekkingu á flóknu samspili sögulegra, alþjóðlegra, samfélagslegra og einstaklingsbundinna þátta sem liggja að baki svona hörmungum. Við vestrænu foreldrarnir sem ölum upp börn í friðarríkjum með frístundakort í annarri og ferðafrelsi í hinni erum ekki ein í þessari stöðu. Ég hef hugsað svolítið til foreldra í Sýrlandi. Hvernig útskýra þau árásirnar í heimalandinu? Að það sé enginn skóli því að byggingin eru rústir einar. Það skiptir máli hvernig við tölum við börnin okkar um hörmungar heimsins. Svarthvítur veruleiki um góða liðið og vonda liðið er ekki gott veganesti fyrir flókna heimsmynd. Það er nefnilega bæði fallegt og sorglegt að vera manneskja.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun