Sögulegar sættir í stóra límmiðamálinu: Þórunn Antonía og Hildur Lilliendahl sungu I Got You Babe Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 15:41 Þórunn Antonía stjórnar reglulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær bar til tíðinda á einu slíku. Vísir Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher: Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher:
Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15