Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15