Gamall vinur kvaddur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2017 07:00 Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita. Coca Cola hefur tekið þá ákvörðun fyrir okkur að hálfur lítri af kók í íláti sem ekki er hægt að loka aftur sé ekki hollt. Pressan við að klára dósina fer bara með fólk og skammturinn of stór, að því virðist. Gott og blessað. Kók er mjög óhollt en áfram verður hægt að fá hálfan lítra í plasti sem er fínt. Kók í hálfs lítra plasti er í fimmta sæti yfir bestu leiðina til að drekka þennan rammóholla en vinalega drykk. Maður sér á eftir Súperdósinni sem hefur verið í lífi manns í 27 ár. Reyndar sagði ég skilið við sykurdrykki fyrir þremur árum en 24 ára samband við Súperdósina gleymist seint. Ég get ekki logið því að ég muni eftir fyrsta skiptinu sem ég smellti flipanum af minni fyrstu Súperdós en tímarnir í Kúlunni á Réttarholtsvegi með Súperdós í annarri og pylsu í hinni voru góðir. Maður ólst upp við kókið sem munaðarvöru á laugardögum þegar maður var barn en svo fór neyslan, eða vináttan, að aukast á unglingsárunum. Seinna meir kom Súperdósin sterk inn sem góður vinur á sunnudögum eftir að búið var að hitta mennina kvöldið áður. Það er kannski eins gott að Súperdósin sé að kveðja því unglingar í dag vita ekki einu sinni hvað um ræðir þegar rætt er um þennan minjagrip. „Ha? Súpu í dós?“ spurði mig einn fyrir nokkrum árum þegar ég bað um Súperdós í bílalúgu. Þá var þetta búið. Núna veit samt allt afgreiðslufólk hvað „Kríli“ er. Jæja. Skammtarnir minnka og mennirnir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun
Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita. Coca Cola hefur tekið þá ákvörðun fyrir okkur að hálfur lítri af kók í íláti sem ekki er hægt að loka aftur sé ekki hollt. Pressan við að klára dósina fer bara með fólk og skammturinn of stór, að því virðist. Gott og blessað. Kók er mjög óhollt en áfram verður hægt að fá hálfan lítra í plasti sem er fínt. Kók í hálfs lítra plasti er í fimmta sæti yfir bestu leiðina til að drekka þennan rammóholla en vinalega drykk. Maður sér á eftir Súperdósinni sem hefur verið í lífi manns í 27 ár. Reyndar sagði ég skilið við sykurdrykki fyrir þremur árum en 24 ára samband við Súperdósina gleymist seint. Ég get ekki logið því að ég muni eftir fyrsta skiptinu sem ég smellti flipanum af minni fyrstu Súperdós en tímarnir í Kúlunni á Réttarholtsvegi með Súperdós í annarri og pylsu í hinni voru góðir. Maður ólst upp við kókið sem munaðarvöru á laugardögum þegar maður var barn en svo fór neyslan, eða vináttan, að aukast á unglingsárunum. Seinna meir kom Súperdósin sterk inn sem góður vinur á sunnudögum eftir að búið var að hitta mennina kvöldið áður. Það er kannski eins gott að Súperdósin sé að kveðja því unglingar í dag vita ekki einu sinni hvað um ræðir þegar rætt er um þennan minjagrip. „Ha? Súpu í dós?“ spurði mig einn fyrir nokkrum árum þegar ég bað um Súperdós í bílalúgu. Þá var þetta búið. Núna veit samt allt afgreiðslufólk hvað „Kríli“ er. Jæja. Skammtarnir minnka og mennirnir með.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun