Trúfrelsi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust. Allt hans líf var orðið leyndardómsfullt og goðsagnakennt. Einhverjir segja að hann hafi aldrei farið og aðrir að hann hafi aldrei verið. Komið var á laggirnar stofnunum honum til dýrðar. Hinir ríku gátu fengið syndaaflausn. Enginn sá þó almættið dusta syndirnar af sálinni þannig að enginn vissi fullkomlega hvernig þetta fór fram, vissi bara að svona gerðust kaupin á eyrinni. Og líka það að hver og einn varð að borga tíundina. Peningurinn hefur fylgt mannkyninu stuttan spöl. Eitt sinn handlékum við hann og fundum mátt hans. Í seinni tíð er hann þó næstum horfinn en máttur hans vex. Vegir hans eru órannsakanlegir og allt er leyndardómsfullt og goðsagnakennt varðandi þá sem þykjast hafa vald á honum. Fyrirtæki kaupir annað fyrir einhverja uppphæð sem enginn skilur. Enginn sér peninga skipta um hendur né neinn færa þá á milli reikninga. Kannski fer hann ekki neitt nema í egó þeirra sem þykjast eiga hann. Sumir spyrja hvort þessi peningur sé til í raun og veru. Og stundum eru áhöld um það hvort borgunarmennirnir séu til, eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að reyna. Forbes heldur utan um skráningu dýrðlinga og bankinn sér um að við borgum tíundina. Sumir hafa efni á syndaaflausn eins og kóngafólkið í Sádi-Arabíu og efnaðri þjóðir geta þvegið hendur sínar líkt og Pontíus Pílatus forðum. En það ríkir trúfrelsi svo þér stendur til boða að sitja kyrr meðan aðrir teyma sig til altarisgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust. Allt hans líf var orðið leyndardómsfullt og goðsagnakennt. Einhverjir segja að hann hafi aldrei farið og aðrir að hann hafi aldrei verið. Komið var á laggirnar stofnunum honum til dýrðar. Hinir ríku gátu fengið syndaaflausn. Enginn sá þó almættið dusta syndirnar af sálinni þannig að enginn vissi fullkomlega hvernig þetta fór fram, vissi bara að svona gerðust kaupin á eyrinni. Og líka það að hver og einn varð að borga tíundina. Peningurinn hefur fylgt mannkyninu stuttan spöl. Eitt sinn handlékum við hann og fundum mátt hans. Í seinni tíð er hann þó næstum horfinn en máttur hans vex. Vegir hans eru órannsakanlegir og allt er leyndardómsfullt og goðsagnakennt varðandi þá sem þykjast hafa vald á honum. Fyrirtæki kaupir annað fyrir einhverja uppphæð sem enginn skilur. Enginn sér peninga skipta um hendur né neinn færa þá á milli reikninga. Kannski fer hann ekki neitt nema í egó þeirra sem þykjast eiga hann. Sumir spyrja hvort þessi peningur sé til í raun og veru. Og stundum eru áhöld um það hvort borgunarmennirnir séu til, eins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fengið að reyna. Forbes heldur utan um skráningu dýrðlinga og bankinn sér um að við borgum tíundina. Sumir hafa efni á syndaaflausn eins og kóngafólkið í Sádi-Arabíu og efnaðri þjóðir geta þvegið hendur sínar líkt og Pontíus Pílatus forðum. En það ríkir trúfrelsi svo þér stendur til boða að sitja kyrr meðan aðrir teyma sig til altarisgöngu.