Bið og von Magnús Guðmundsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Einstaklingurinn, réttur hans og tækifæri til þess að ráða örlögum sínum, er mörgum stjórnmálamönnum hugleikinn og það réttilega. Fátt er mikilvægara en þessi réttur til persónufrelsis sem grundvallarmannréttindi hvers einstakling. Við Íslendingar teljum okkur gera það og höfum hann í hávegum. Það er því þeim mun undarlegra að ákveðnir einstaklingar skuli þurfa að verja stórum hluta af lífinu í að berjast fyrir þessum rétti. Bíða eftir honum og vonast eftir að hann verði þeirra, rétt eins og okkar hinna sem hans njótum frá degi til dags. Um helgina birtist hér í Fréttablaðinu forvitnilegt viðtal við ungan mann, Snæbjörn Áka Friðriksson, nýkjörinn formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun, merkilegs félags sem verður 25 ára á næsta ári. Þrátt fyrir þann mótbyr og þær takmarkanir sem félagsmenn takast á við í lífinu er þeim sjálfstæðið ofarlega í huga. Mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í samfélaginu en að um málefni þeirra sé ekki einvörðungu fjallað af öðrum og utanaðkomandi. Og svo það sem er líkast til mest um vert, eins og Snæbjörn Áki segir sjálfur, að félagsmönnum sé tekið eins og öðru fólki í samfélaginu. Ekki er það nú að biðja um mikið. Engu að síður er þessi sjálfsagða og hógværa krafa efst á lista hjá félagsmönnum Átaks og það að allt of mörgum gefnum tilefnum. Snæbjörn Áki nefnir húsnæðismálin og segir að stjórnvöld verði að fara að girða sig í brók. Bendir á að fötluðu fólki sé boðið að búa með fólki sem það þekkir ekki eða flutt á milli staða eftir því hvernig staðan er í efnahagslífinu. Að fólk sé skikkað til þess að sætta sig við eitt og annað til þess að þjóna samfélaginu eins og að búa á hópheimilum af því að það hentar öðrum eða er hagkvæmt. „Fólk á bara að fá að ráða því sjálft,“ segir Snæbjörn Áki og það er rétt hjá honum vegna þess að við teljum okkur búa í samfélagi sem virðir rétt einstaklingsins. Menntamálin eru líka í ólestri. Liðsmenn Átaks þurfa í sífellu að berjast fyrir jafnrétti til náms, skólaganga þeirra er í mörgum tilvikum brotin og tækifærin til framhaldsmenntunar afar takmörkuð. Eins virðast atvinnumálin vera í afleitu standi. Verndaðir vinnustaðir borga skelfilega lág laun og á sumum vinnustöðum virðast þessir einstaklingar ekki einu sinni fá greidd laun heldur vera skammtaðir vasapeningar eftir hentisemi og geðþótta stjórnenda. Snæbjörn Áki bendir á að hluta vandans megi rekja til takmarkaðs eftirlits með þjónustu við fatlaða en auðvitað er þetta fyrst og síðast okkur öllum til skammar. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Það tók Alþingi allt til síðasta árs að fullgilda samninginn, langsíðast allra Norðurlandaþjóða. Samningurinn hefur þó enn ekki verið lögfestur sem þýðir að þó svo að hann sé orðinn að skuldbindingu við önnur ríki þá geta einstaklingar ekki sótt rétt sinn samkvæmt honum fyrir íslenskum dómstólum. Það er því ekki furða að Snæbjörn Áki segi að líf fatlaðra snúist um að bíða og vona. Að bíða eftir úrbótum og vonast eftir því sem við hin lítum þrátt fyrir allt á sem sjálfsagðan rétt okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Einstaklingurinn, réttur hans og tækifæri til þess að ráða örlögum sínum, er mörgum stjórnmálamönnum hugleikinn og það réttilega. Fátt er mikilvægara en þessi réttur til persónufrelsis sem grundvallarmannréttindi hvers einstakling. Við Íslendingar teljum okkur gera það og höfum hann í hávegum. Það er því þeim mun undarlegra að ákveðnir einstaklingar skuli þurfa að verja stórum hluta af lífinu í að berjast fyrir þessum rétti. Bíða eftir honum og vonast eftir að hann verði þeirra, rétt eins og okkar hinna sem hans njótum frá degi til dags. Um helgina birtist hér í Fréttablaðinu forvitnilegt viðtal við ungan mann, Snæbjörn Áka Friðriksson, nýkjörinn formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun, merkilegs félags sem verður 25 ára á næsta ári. Þrátt fyrir þann mótbyr og þær takmarkanir sem félagsmenn takast á við í lífinu er þeim sjálfstæðið ofarlega í huga. Mikilvægi þess að raddir þeirra fái að heyrast í samfélaginu en að um málefni þeirra sé ekki einvörðungu fjallað af öðrum og utanaðkomandi. Og svo það sem er líkast til mest um vert, eins og Snæbjörn Áki segir sjálfur, að félagsmönnum sé tekið eins og öðru fólki í samfélaginu. Ekki er það nú að biðja um mikið. Engu að síður er þessi sjálfsagða og hógværa krafa efst á lista hjá félagsmönnum Átaks og það að allt of mörgum gefnum tilefnum. Snæbjörn Áki nefnir húsnæðismálin og segir að stjórnvöld verði að fara að girða sig í brók. Bendir á að fötluðu fólki sé boðið að búa með fólki sem það þekkir ekki eða flutt á milli staða eftir því hvernig staðan er í efnahagslífinu. Að fólk sé skikkað til þess að sætta sig við eitt og annað til þess að þjóna samfélaginu eins og að búa á hópheimilum af því að það hentar öðrum eða er hagkvæmt. „Fólk á bara að fá að ráða því sjálft,“ segir Snæbjörn Áki og það er rétt hjá honum vegna þess að við teljum okkur búa í samfélagi sem virðir rétt einstaklingsins. Menntamálin eru líka í ólestri. Liðsmenn Átaks þurfa í sífellu að berjast fyrir jafnrétti til náms, skólaganga þeirra er í mörgum tilvikum brotin og tækifærin til framhaldsmenntunar afar takmörkuð. Eins virðast atvinnumálin vera í afleitu standi. Verndaðir vinnustaðir borga skelfilega lág laun og á sumum vinnustöðum virðast þessir einstaklingar ekki einu sinni fá greidd laun heldur vera skammtaðir vasapeningar eftir hentisemi og geðþótta stjórnenda. Snæbjörn Áki bendir á að hluta vandans megi rekja til takmarkaðs eftirlits með þjónustu við fatlaða en auðvitað er þetta fyrst og síðast okkur öllum til skammar. Árið 2007 undirritaði Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Það tók Alþingi allt til síðasta árs að fullgilda samninginn, langsíðast allra Norðurlandaþjóða. Samningurinn hefur þó enn ekki verið lögfestur sem þýðir að þó svo að hann sé orðinn að skuldbindingu við önnur ríki þá geta einstaklingar ekki sótt rétt sinn samkvæmt honum fyrir íslenskum dómstólum. Það er því ekki furða að Snæbjörn Áki segi að líf fatlaðra snúist um að bíða og vona. Að bíða eftir úrbótum og vonast eftir því sem við hin lítum þrátt fyrir allt á sem sjálfsagðan rétt okkar allra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun