Veðurfræðingur um sumarbyrjun: „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. maí 2017 19:37 Sumar og sól í Nauthólsvík. Nú er bara að bíða og vona. Vísir/Anton Brink Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar. Veður Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira
Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar.
Veður Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira