Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:44 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu. United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu.
United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00
Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36
Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14
„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03