Trúi á það góða og bjarta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2017 11:30 Þetta hjarta er eitt verkanna sem Þórunn Elísabet gerði fyrir sýninguna Mín er ánægjan. Vísir/Stefán Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september. Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september.
Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“