9.300 starfsmenn Volkswagen taka snemmbúnu eftirlaunatilboði Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2017 10:54 Talsverð fækkun verður í fjölda starfsfólks Volkswagen í kjölfarið. Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent
Volkswagen hefur boðið því starfsfólki sínu sem fætt er á árunum 1955 til 1960 að hætta fyrr hjá fyrirtækinu og þiggja fyrir vikið betri eftirlaun. Er þetta liður í því að fækka starfsfólki og auka framleiðni hjá Volkswagen og hefur fyrirtækið nefnd áætlun sína “Transform 2025+”. Með þessari áætlun er meiningin að auka framleiðni um 25%. Nú þegar hafa 9.300 starfsmenn tekið þessu tilboði Volkswagen, en starfsfólk hefur frest til 31. júlí að taka þessu tilboði og því getur enn fjölgað verulega í þessum hópi. Þetta starfsfólk er á aldrinum 57 til 62 ára, svo í dæmi þeirra er um fremur snemmbúinn eftirlaunaaldur að ræða. Ekki er loku fyrir það skotið að sumir þeirra geti hugsað sér að ráða sig í önnur störf eftir starfið hjá Volkswagen og drýgja með því tekjurnar.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent