Taylor Swift komin aftur á Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:45 Taylor Swift lét fjarlægja alla tónlist sína af Spotify í nóvember árið 2014 en er nú snúin aftur. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira