Rafmagnsbílar orðnir 2 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 15:20 Mikið þarf að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar ef markmið eiga að nást. Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent