Rafmagnsbílar orðnir 2 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 15:20 Mikið þarf að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar ef markmið eiga að nást. Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent
Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent