Rafmagnsbílar orðnir 2 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 15:20 Mikið þarf að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar ef markmið eiga að nást. Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Þó svo að fjöldi rafmagnsbíla í heiminum sé ekki svo mikill að hann skipti verulega máli í orkuskipti bíla varðar, þá eru þeir samt orðnir 2 milljónir og náðu þeirri tölu á síðasta ári. Sala rafmagnsbíla tvöfaldaðist í fyrra frá árinu á undan, en svo þyrfti að vera í ansi mörg ár svo að fjöldi þeirra fari að skipta einhverju máli. Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins 0,2% allra bíla heimsins eru rafmagnsbílar. Í spám bílaframleiðenda er gert ráð fyrir að rafmagnsbílar verði orðnir 9-20 milljónir árið 2020 og 40-70 milljónir árið 2025. Rafmagnsbílavæðing heimsins er nokkuð einskorðuð við fáein lönd, en í 10 löndum heimsins er 95% sölunnar. Það eru löndin Kína, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan, England, Noregur, Holland, Kanada og Svíþjóð. Í þeirri viðleitni að lækka meðalhitastig á jörðinni um 2 gráður við enda þessarar aldar er gert ráð fyrir að fjöldi rafmagnsbíla þurfi að ná 600 milljónum árið 2040. Ef það á að raungerast þarf mikið að gerast í umskiptum rafmagnsbíla fyrir bíla með brunavélar, en bílaframleiðendur róa reyndar að því flestum árum.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent