Oyama hitar upp fyrir Dinosaur Jr. Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2017 16:30 Margir eflaust ánægðir með þetta. Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenska hjómsveitin Oyama hefur verið valin af liðsmönnum Dinosaur Jr. til að hita upp fyrir sig í Silfurbergi, Hörpu laugardaginn 22. júlí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. „Við erum í skýjunum yfir að fá að hita upp fyrir goðsagnirnar í Dinosaur Jr! Lou Barlow og J Mascis eru tvímælalaust snillingar og við hlökkum alveg geðveikt til að deila sviði með þeim. Þeir hafa haft töluverð áhrif á tónsmíðar Oyama, og okkur sem tónlistarfólk,“ segja meðlimir Oyama í tilkynningunni. Oyama er Reykvísk hljómsveit sem spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins, sem þau kalla gjarnan sveimrokk. Í lagasmíðum sínum sækja meðlimir Oyama mikinn innblástur í Dinosaur Jr., My Bloody Valentine, Sonic Youth, Slowdive og fleiri sveitir á svipuðum nótum. Oyama gaf sjálf út fyrstu þröngskífu sína, I Wanna, árið 2013, og breiðskífan Coolboy kom svo út hjá 12 Tónum árið 2014 við góðar undirtektir. Sveitin hefur á stuttum ferli náð ágætum árangri og vakið athygli víða um heim, og gerði til að mynda útgáfusamninga vegna Coolboy bæði við Topshelf Record í Bandaríkjunum og Imperial Records í Japan. Sveitin fór svo í tónleikaferð um Japan til að fylgja plötunni eftir. Oyama hafa einnig komið fram á The Great Escape í Bretlandi, Eurosonic í Hollandi og By:Larm í Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðið vor gaf sveitin út smáskífuna Handsome Devil sem náði 17. sæti á viral spotify top 50 vinsældalista Billboard og eru þau um þessar mundir að vinna að meira efni fyrir næstu breiðskífu. Miðasala fer fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira