
Af kvikmyndum sem hann hefur leikið í má nefna Bjarnfreðarson þar sem hann var líka einn af handritshöfundum. Einnig var hann aukaleikari í Astrópíu og aðalleikari í Stóra planinu.
Nýjasta sjónvarpsþáttaverkefni Péturs Jóhanns er Asíski draumurinn, en frá fyrri árum má nefna Spilakvöld, Evrópska drauminn, Heimsendi, Hlemmavideo og Svínasúpuna.
Hann sló í gegn í hinum vinsælu sjónvarpsseríum Næturvaktinni, Fangavaktinni og Dagvaktinni sem einn af aðalleikurum og meðhöfundum. Í vor var hann tilnefndur til Eddu-verðlaunanna sem aukaleikari í þáttaröðinni Borgarstjórinn og árið 2008 hlaut hann Eddu-verðlaunin sem sjónvarpsmaður ársins.