Úkraínska lögreglan kaupir 635 Outlander PHEV Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 15:00 Mitsubishi afhendir úkraínsku lögreglunni 635 Outlander PHEV bíla. Stærstu einstöku kaup á tengiltvinnbílum voru gerð í Úkraínu um daginn þegar Mitsubishi afgreiddi lögregluna í Kiev með 635 bílum af Outlander PHEV gerð. Þessi kaup voru gerð í anda „Green Investment Scheme“, alþjóðlegrar samþykktar til umhverfisverndar. Fyrir nokkrum árum afgreiddi Mitsubishi 507 eintök af litla rafmagnsbílnum i-MiEV til Eistlands undir sömu formerkjum. Þegar bílarnir voru afhentir voru viðstaddir forsætisráðherra Úkraínu og forstjóri Mitsubishi. Mitsubishi Outlander, sem framleiðsla hófst á árið 2013, hefur verið söluhæsti tengiltvinnbíllinn í Evrópu síðastliðin 4 ár samfellt og hafði selst samtals í 80.768 eintökum í lok árs í fyrra. Í bílnum er 2,0 lítra bensínvél sem er 121 hestöfl, en þegar afl rafmagnsmótoranna er bætt við skilar hann 203 hestöflum. Hægt er að aka bílnum á rafmagninu eingöngu fyrstu 54 kílómetrana. Mitsubishi hefur nú þegar sýnt útlit næstu kynslóðar Outlander PHEV með tilraunabílnum GT-PHEV Concept, sem fyrirtækið sýndi á bílasýningunni í París fyrr á árinu. Þessi nýja gerð fær stærri 2,5 lítra vél og stærri rafmagnsmótora, nú þrjá í stað tveggja, sem og stærri rafhlöður. Hann á að komast fyrstu 120 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hafa heildardrægni uppá hvorki meira né minna en 1.200 kílómetra með því bensíni sem á tank hans kemst. Ekki er ljóst hvenær þessi nýja gerð kemur á markað. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Stærstu einstöku kaup á tengiltvinnbílum voru gerð í Úkraínu um daginn þegar Mitsubishi afgreiddi lögregluna í Kiev með 635 bílum af Outlander PHEV gerð. Þessi kaup voru gerð í anda „Green Investment Scheme“, alþjóðlegrar samþykktar til umhverfisverndar. Fyrir nokkrum árum afgreiddi Mitsubishi 507 eintök af litla rafmagnsbílnum i-MiEV til Eistlands undir sömu formerkjum. Þegar bílarnir voru afhentir voru viðstaddir forsætisráðherra Úkraínu og forstjóri Mitsubishi. Mitsubishi Outlander, sem framleiðsla hófst á árið 2013, hefur verið söluhæsti tengiltvinnbíllinn í Evrópu síðastliðin 4 ár samfellt og hafði selst samtals í 80.768 eintökum í lok árs í fyrra. Í bílnum er 2,0 lítra bensínvél sem er 121 hestöfl, en þegar afl rafmagnsmótoranna er bætt við skilar hann 203 hestöflum. Hægt er að aka bílnum á rafmagninu eingöngu fyrstu 54 kílómetrana. Mitsubishi hefur nú þegar sýnt útlit næstu kynslóðar Outlander PHEV með tilraunabílnum GT-PHEV Concept, sem fyrirtækið sýndi á bílasýningunni í París fyrr á árinu. Þessi nýja gerð fær stærri 2,5 lítra vél og stærri rafmagnsmótora, nú þrjá í stað tveggja, sem og stærri rafhlöður. Hann á að komast fyrstu 120 kílómetrana á rafmagninu eingöngu og hafa heildardrægni uppá hvorki meira né minna en 1.200 kílómetra með því bensíni sem á tank hans kemst. Ekki er ljóst hvenær þessi nýja gerð kemur á markað.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent