Þróunarkostnaður japanskra bílaframleiðenda aldrei hærri Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 12:00 Nissan Micra er nýkominn af nýrri kynslóð. Það er dýrt að þróa nýja bíla í harðri samkeppni og japanskir bílaframleiðendur ætla greinilega ekki að sitja eftir í þeim efnum í ár. Aldrei hafa þeir sett meira fé í þróunarkostnað fyrir nýja bíla sína en í ár. Alls munu þeir ætla að eyða 2.550 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn á milli ára risið um 7%. Toyota og Nissan ætla að eyða jafn miklu fé og í fyrra, en Honda, Suzuki, Mazda, Subaru og Mitsubishi ætla að eyða umtalsvert meira fé til þess arna. Mitsubishi ætlar reyndar að auka þróunarkostnað sinn um heil 20%. Til samanburðar eyddi Volkswagen Group 1.520 milljörðum króna í þróun nýrra bíla sinna í fyrra og General Motors 810 milljörðum króna. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Það er dýrt að þróa nýja bíla í harðri samkeppni og japanskir bílaframleiðendur ætla greinilega ekki að sitja eftir í þeim efnum í ár. Aldrei hafa þeir sett meira fé í þróunarkostnað fyrir nýja bíla sína en í ár. Alls munu þeir ætla að eyða 2.550 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn á milli ára risið um 7%. Toyota og Nissan ætla að eyða jafn miklu fé og í fyrra, en Honda, Suzuki, Mazda, Subaru og Mitsubishi ætla að eyða umtalsvert meira fé til þess arna. Mitsubishi ætlar reyndar að auka þróunarkostnað sinn um heil 20%. Til samanburðar eyddi Volkswagen Group 1.520 milljörðum króna í þróun nýrra bíla sinna í fyrra og General Motors 810 milljörðum króna.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent