GM dregur sig frá Indlandi, S-Afríku og Singapore Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2017 14:00 Frá verksmiðju GM í Indlandi. General Motors ætlar að hætta sölu bíla í Indlandi og í S-Afríku við enda þessa árs. Er þetta liður í niðurskurði á lítt ábótasamri starfsemi GM víða um heim. GM mun leggja þess meiri áherslu á bílamarkaði þar sem sala bíla skilar einhverjum hagnaði. Í fyrri plönum GM var meiningin að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara til framleiðslu ódýrra bíla í Indlandi og sölukerfi þar í landi. Þeim áætlunum hefur nú verið lagt. GM hefur undanfarið hætt starfsemi þar sem tap hefur verið á henni og hætti t.d. sölu Chevrolet bíla í Evrópu um síðustu áramót og seldi Opel/Vauhall merkin til PSA Peugeot/Citroën. Dan Ammann, forstjóri GM, segir að mun meira vit sé í því að einblína á tækifærin sem séu á þeim mörkuðum sem skila ábata en að vera sífellt að slökkva elda á þeim mörkuðum sem aldrei skila neinu nema tapi. Það þýðir í grófum dráttum að GM ætlar að einblína á heimamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kína, sem og í S-Ameríku. GM seldi aðeins 49.000 bíla í Indlandi og S-Afríku á síðasta ári, svo þessi tvö lönd skipta ekki miklu máli í heildarstarfsemi GM. Undanfarið hefur bílasala á Indlandi verið á undanhaldi og auðveldar það GM að taka þessa ákvörðun. GM er reyndar með eina bílaverksmiðju í Indlandi og verður starfsemi hennar haldið áfram, en allir bílar sem þar verða framleiddir verða fluttir til annarra landa. Þar vinna um 2.500 manns. GM er líka með eina verksmiðju í S-Afríku en ætlar að selja hana til Isuzu Motors sem og 30% hlut sem GM á í annarri verksmiðju með Isuzu. Isuzu hefur líka keypt þann 57,7% hlut sem GM átti í sameigilegri verksmiðju fyrirtækjanna í Kenía. GM ætlar líka að draga sig af markaði í Singapore og hefur sagt upp þeim 200 starfsmönnum sínum sem þar unnu. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
General Motors ætlar að hætta sölu bíla í Indlandi og í S-Afríku við enda þessa árs. Er þetta liður í niðurskurði á lítt ábótasamri starfsemi GM víða um heim. GM mun leggja þess meiri áherslu á bílamarkaði þar sem sala bíla skilar einhverjum hagnaði. Í fyrri plönum GM var meiningin að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara til framleiðslu ódýrra bíla í Indlandi og sölukerfi þar í landi. Þeim áætlunum hefur nú verið lagt. GM hefur undanfarið hætt starfsemi þar sem tap hefur verið á henni og hætti t.d. sölu Chevrolet bíla í Evrópu um síðustu áramót og seldi Opel/Vauhall merkin til PSA Peugeot/Citroën. Dan Ammann, forstjóri GM, segir að mun meira vit sé í því að einblína á tækifærin sem séu á þeim mörkuðum sem skila ábata en að vera sífellt að slökkva elda á þeim mörkuðum sem aldrei skila neinu nema tapi. Það þýðir í grófum dráttum að GM ætlar að einblína á heimamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kína, sem og í S-Ameríku. GM seldi aðeins 49.000 bíla í Indlandi og S-Afríku á síðasta ári, svo þessi tvö lönd skipta ekki miklu máli í heildarstarfsemi GM. Undanfarið hefur bílasala á Indlandi verið á undanhaldi og auðveldar það GM að taka þessa ákvörðun. GM er reyndar með eina bílaverksmiðju í Indlandi og verður starfsemi hennar haldið áfram, en allir bílar sem þar verða framleiddir verða fluttir til annarra landa. Þar vinna um 2.500 manns. GM er líka með eina verksmiðju í S-Afríku en ætlar að selja hana til Isuzu Motors sem og 30% hlut sem GM á í annarri verksmiðju með Isuzu. Isuzu hefur líka keypt þann 57,7% hlut sem GM átti í sameigilegri verksmiðju fyrirtækjanna í Kenía. GM ætlar líka að draga sig af markaði í Singapore og hefur sagt upp þeim 200 starfsmönnum sínum sem þar unnu.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent