Joey Christ, Aron Can, Herra Hnetusmjör og Birnir: Tóku upp myndbandið í Costco Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. júní 2017 13:00 Joey segist hafa verið að leita nýrra leiða til að upplifa Costco við gerð myndbandsins. Vísir/Eyþór „Því að það eru allir í Costco, maður! Mér fannst það bara liggja beint við. Við vorum þarna að fikta í einhverjum ostum, kíktum aðeins inn í kælinn og apótekið – við vorum að leita að nýrri leið til að upplifa búðina. Síðan eru svo ógeðslega margir í Costco þannig að það er fínt að vera með skemmtiatriði þarna,“ segir Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson, eins og mamma hans kallar hann alltaf, en hann var að gefa út glænýtt myndband við lagið Joey Cypher. Lagið er stútfull af góðum gestum en með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum upp á síðkastið. Myndbandið var tekið upp í versluninni Costco – sem hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki síðustu tvær vikurnar eins og vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum.Var ekkert verið að skammast í ykkur fyrir að vera með einhvern fíflagang þarna í versluninni?„Nei, nei, við vorum bara beðnir að hætta að veipa, það var alveg sjálfsagt mál. Það tóku þessu allir furðu vel, ég bjóst einhvern veginn við að þetta yrði meira vesen en það svo varð.“Þetta lag verður á mixteipinu þínu sem fer að koma út – hvenær getum við átt von á því? „Það kemur í júní. Það verður hellingur af gestum á þessu – kannski ekki allir, en þeir sem hafa virkilega verið „poppin“ undanfarið verða þarna til staðar.“ Tónlist Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Því að það eru allir í Costco, maður! Mér fannst það bara liggja beint við. Við vorum þarna að fikta í einhverjum ostum, kíktum aðeins inn í kælinn og apótekið – við vorum að leita að nýrri leið til að upplifa búðina. Síðan eru svo ógeðslega margir í Costco þannig að það er fínt að vera með skemmtiatriði þarna,“ segir Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson, eins og mamma hans kallar hann alltaf, en hann var að gefa út glænýtt myndband við lagið Joey Cypher. Lagið er stútfull af góðum gestum en með honum í laginu og myndbandinu eru þeir Birnir, Herra Hnetusmjör og Aron Can en eins og alþjóð veit hafa þessir menn allir verið að gera það gott í rappbransanum upp á síðkastið. Myndbandið var tekið upp í versluninni Costco – sem hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki síðustu tvær vikurnar eins og vonandi hefur ekki farið fram hjá neinum.Var ekkert verið að skammast í ykkur fyrir að vera með einhvern fíflagang þarna í versluninni?„Nei, nei, við vorum bara beðnir að hætta að veipa, það var alveg sjálfsagt mál. Það tóku þessu allir furðu vel, ég bjóst einhvern veginn við að þetta yrði meira vesen en það svo varð.“Þetta lag verður á mixteipinu þínu sem fer að koma út – hvenær getum við átt von á því? „Það kemur í júní. Það verður hellingur af gestum á þessu – kannski ekki allir, en þeir sem hafa virkilega verið „poppin“ undanfarið verða þarna til staðar.“
Tónlist Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira