Hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Líkt og flestir fylgdist ég með fréttum af hryðjuverkum nýliðinna daga. Kabúl, Bagdad og Manchester. Börn á tónleikum, fólk að bíða í röð eftir ís eða á leið til vinnu. Um mig fór hrollur. Alltaf þegar slíkar árásir eiga sér stað verð ég kvíðinn. Hver verða viðbrögðin hjá þeim sem stýra hér heima eða herjum heimsins? Það virðist nefnilega vera viðurkennd skoðun að hryðjuverkasamtök séu eitthvað sem hægt sé að slökkva á líkt og álver. Það hefur mér alltaf þótt undarlegt því þau minna mig meira á ófreskjuna Hýdru eða sprotafyrirtæki. Með því að drepa eitt þá býrðu þrjú ný til. Ég held, án þess að hafa lagst í nokkra empíríska skoðun á því efni, að hryðjuverk séu oft birtingarmynd á vanda sem þrífst í flestum samfélögum. Stundum birtist vandinn í því að fólk lokar sig af, aðrir drekka hann í burtu og sumir fyrirfara sér. Enn aðrir ákveða að taka fleiri með sér. Sjálfur hef ég verið í þeirri aðstöðu að reyna að stytta mér aldur. Þessi pistill er vitnisburður um að það gekk ekki vel. Skömmu síðar hugsaði ég ekki aðeins um að meiða mig heldur líka um að meiða aðra. Ég sá svo litla von til þess að mér myndi einhvern tímann líða betur að það eina sem ég vildi gera var að láta öðrum líða eins illa og mér. Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda hefði öryggisnet mitt hvatt mig áfram, líkt og hryðjuverkasamtök, í stað þess að koma mér til fagfólks. Bottomlæn. Reynum að komast hjá jaðarsetningu, útilokun og að ýta fólki fram af einhverri brún. Reynum frekar að hjálpa, því og okkur til bóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun
Líkt og flestir fylgdist ég með fréttum af hryðjuverkum nýliðinna daga. Kabúl, Bagdad og Manchester. Börn á tónleikum, fólk að bíða í röð eftir ís eða á leið til vinnu. Um mig fór hrollur. Alltaf þegar slíkar árásir eiga sér stað verð ég kvíðinn. Hver verða viðbrögðin hjá þeim sem stýra hér heima eða herjum heimsins? Það virðist nefnilega vera viðurkennd skoðun að hryðjuverkasamtök séu eitthvað sem hægt sé að slökkva á líkt og álver. Það hefur mér alltaf þótt undarlegt því þau minna mig meira á ófreskjuna Hýdru eða sprotafyrirtæki. Með því að drepa eitt þá býrðu þrjú ný til. Ég held, án þess að hafa lagst í nokkra empíríska skoðun á því efni, að hryðjuverk séu oft birtingarmynd á vanda sem þrífst í flestum samfélögum. Stundum birtist vandinn í því að fólk lokar sig af, aðrir drekka hann í burtu og sumir fyrirfara sér. Enn aðrir ákveða að taka fleiri með sér. Sjálfur hef ég verið í þeirri aðstöðu að reyna að stytta mér aldur. Þessi pistill er vitnisburður um að það gekk ekki vel. Skömmu síðar hugsaði ég ekki aðeins um að meiða mig heldur líka um að meiða aðra. Ég sá svo litla von til þess að mér myndi einhvern tímann líða betur að það eina sem ég vildi gera var að láta öðrum líða eins illa og mér. Ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda hefði öryggisnet mitt hvatt mig áfram, líkt og hryðjuverkasamtök, í stað þess að koma mér til fagfólks. Bottomlæn. Reynum að komast hjá jaðarsetningu, útilokun og að ýta fólki fram af einhverri brún. Reynum frekar að hjálpa, því og okkur til bóta.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun