Svona lítur nýr Touareg út Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 13:40 Volkswagen Touareg árgerð 2018. Volkswagen mun hefja framleiðslu á nýrri kynslóð Touareg jeppans í nóvember á þessu ári en nú standa yfir prófanir á bílnum. Náðst hafa myndir af bílnum sem hér sjást og má telja víst að margir verði ánægðir með nýtt útlit jeppans. Framendi hans ber keim af framenda hins nýja flaggskips í fólksbílaflóru Volkswagen, Arteon bílnum, sem ætlað er að leysa af CC bílinn sem hætta mun í framleiðslu. Á myndunum á bílnum hér að ofan og neðan má þó sjá að enn er verið að hylja bílinn að nokkru leiti en engu að síður sést vel heildarútlit bílsins. Ekki er frá því að bíllinn beri nokkuð útlit frá Audi Q7 bílnum, en sumum gæti þó fundist að enn betur hafi tekist til við teiknun þessa bíls. Touareg er með tvöfalt púst að aftan sem gerir hann æði sportlegan. Nýr Touareg er byggður á sama MLB undirvagni og er undir Audi Q7 jeppanum. Touareg verður framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Bratislava í Slóvakíu. Búast má við því að Volkswagen sýni þennan nýja Touareg á bílasýningunni í Frankfürt í september, en þó gæti hann verið sýndur fyrr.Laglegar línur og kraftalegur bíll.Mikil bót frá fyrri gerð.Framendinn minnir á útlit nýs Arteon fólksbíls Volkswagen.Hin laglegasta innrétting. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Volkswagen mun hefja framleiðslu á nýrri kynslóð Touareg jeppans í nóvember á þessu ári en nú standa yfir prófanir á bílnum. Náðst hafa myndir af bílnum sem hér sjást og má telja víst að margir verði ánægðir með nýtt útlit jeppans. Framendi hans ber keim af framenda hins nýja flaggskips í fólksbílaflóru Volkswagen, Arteon bílnum, sem ætlað er að leysa af CC bílinn sem hætta mun í framleiðslu. Á myndunum á bílnum hér að ofan og neðan má þó sjá að enn er verið að hylja bílinn að nokkru leiti en engu að síður sést vel heildarútlit bílsins. Ekki er frá því að bíllinn beri nokkuð útlit frá Audi Q7 bílnum, en sumum gæti þó fundist að enn betur hafi tekist til við teiknun þessa bíls. Touareg er með tvöfalt púst að aftan sem gerir hann æði sportlegan. Nýr Touareg er byggður á sama MLB undirvagni og er undir Audi Q7 jeppanum. Touareg verður framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Bratislava í Slóvakíu. Búast má við því að Volkswagen sýni þennan nýja Touareg á bílasýningunni í Frankfürt í september, en þó gæti hann verið sýndur fyrr.Laglegar línur og kraftalegur bíll.Mikil bót frá fyrri gerð.Framendinn minnir á útlit nýs Arteon fólksbíls Volkswagen.Hin laglegasta innrétting.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent