Góð veiði á Skagaheiði Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2017 10:00 Myndarleg bleikja af Skagaheiði Mynd: Veiðikortið Silungsveiðin er í fullum gangi þessa dagana og frá vel flestum silungssvæðum berast góðar fréttir af aflabrögðum. Skagaheiðin hefur verið vinsæll áfangastaður veiðimanna um árabil og á sín góðu ár og sín mögru ár en miðað við þær fréttir sem ahfa borist af svæðinu það sem af er sumri virðist sem veiðin sé bara vel yfir meðallagi en það sem veiðimenn taka líka eftir er að fiskurinn virðist vera stærri heldur en venjulegt er en langmest af aflanum sem er að koma á færið er vel haldinn 2-3 punda fiskur og innan um aflann glittir í ansi marga 3-5 punda sem hefur alls ekki verið algengt. Vötnin á Skagaheiðinni henta vel fyrir alla og við þokkaleg skilyrði ættu allir að ná að setja í fisk. Þeir sem eru framarlega í veiðitækni í vötnum geta aftur á móti á frábæra daga og dæmi eru um að tvær til þrjár stangir séu að ná hátt í hundrað fiskum yfir daginn. Það veiðist mun betur á flugu en beitu og skýringin fellst í því að með flugunni ferðu yfir mun stærra svæði en með maðki og þar sem fiskurinn er núna að troða sig út af púpu og flugu sem er að klekjast í yfirborðinu virðist beita bara ekki vekja neinn sérstakann áhuga. Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði
Silungsveiðin er í fullum gangi þessa dagana og frá vel flestum silungssvæðum berast góðar fréttir af aflabrögðum. Skagaheiðin hefur verið vinsæll áfangastaður veiðimanna um árabil og á sín góðu ár og sín mögru ár en miðað við þær fréttir sem ahfa borist af svæðinu það sem af er sumri virðist sem veiðin sé bara vel yfir meðallagi en það sem veiðimenn taka líka eftir er að fiskurinn virðist vera stærri heldur en venjulegt er en langmest af aflanum sem er að koma á færið er vel haldinn 2-3 punda fiskur og innan um aflann glittir í ansi marga 3-5 punda sem hefur alls ekki verið algengt. Vötnin á Skagaheiðinni henta vel fyrir alla og við þokkaleg skilyrði ættu allir að ná að setja í fisk. Þeir sem eru framarlega í veiðitækni í vötnum geta aftur á móti á frábæra daga og dæmi eru um að tvær til þrjár stangir séu að ná hátt í hundrað fiskum yfir daginn. Það veiðist mun betur á flugu en beitu og skýringin fellst í því að með flugunni ferðu yfir mun stærra svæði en með maðki og þar sem fiskurinn er núna að troða sig út af púpu og flugu sem er að klekjast í yfirborðinu virðist beita bara ekki vekja neinn sérstakann áhuga.
Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði