Líkur eru á slyddu eða snjókomu á fjallvegum Norðurlands í kvöld og fram eftir nóttu. Veðurstofa Íslands varar við því að einhver hálka gæti auk þess myndast.
Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur athygli á athugasemdinni sem barst klukkan 15.37.
Langtímaspá frá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:
Á þriðjudag: Suðaustan 10-15 SV- og V-lands, en annars hægari.
Suðaustan 13-18 vestast síðdegis. Rigning S- og V-lands, en dálítil rigning NA-til undir hádegi. Dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðan heiða.
Á miðvikudag: Suðaustan 5-10 og rigning S- og V-lands, en bjart veður NA-til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.
Á fimmtudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, 3-8 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 15 stig.
Á föstudag: Norðaustlæg átt og skúrir á víð og dreif. Hiti 6 til 14 stig.
Á laugardag: Norðaustanátt og dálítil rigning NA-til, stöku skúrir S-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast SV-lands, en svalast NA-til.
Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt, skýjað en úrkomulítið NA-til, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir S-lands. Hiti svipaður.
Spá snjókomu á fjallvegum á Norðurlandi í kvöld
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
