Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 13:51 Líf Magneudóttir klæddist þjóðbúningi við athöfnina í kirkjugarðinum við Suðurgötu í morgun. Vísir/Friðrik Þór Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði Íslendinga friðsæla þjóð sem hafi fengið þann arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum í hátíðarræðu í Hólavallakirkjugarði í morgun. Með orðum sínum virtist Líf vísa óbeint til umræðum sem hefur geisað um vopnaburð lögreglunnar undanfarna daga. Líf skrifaði meðal annars aðsenda grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún talaði um óheillaþróun í þeim efnum. „Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum. Förum að fordæmi Jóns forseta og nýtum okkur það til góðs,“ segir Líf í ávarpi sínu þegar hún og borgarstjóri lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. Of oft í klappliði í ótal stríðumGagnrýndi borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig utanríkisstefnu Íslands undanfarin ár. „Við höfum borið gæfu til þess að vera hlutlaus í ótal stríðum en því miður einnig þátttakendur, eða kannski frekar í klappliðinu, í alltof mörgum. Auðvitað er sjálfstæði ekki sjálfsagt, hvorki Íslands né annarra ríkja, og í heiminum sem við búum í stöndum við frammi fyrir margvíslegum ógnum sem margar krefjast meiri og dýpri samvinnu ríkja en þekkst hefur í veraldarsögunni,“ sagði Líf. Slík samstaða hafi oft og tíðum náðst á sviði verslunar og viðskipta en alltof sjaldan á sviði umhverfisverndar og mannréttinda. Það sé á slíkum sviðum sem Ísland eigi erindi og hafi tækifæri til að gera sig gildandi í samfélagi þjóðanna. „Ekki svo að skilja að það sé markmið í sjálfu sér að gera sig gildandi. En sjálfstæði Íslands hefur lítið gildi ef við getum ekki notað það til að skapa aukna velferð þeirra sem hér búa og láta gott af okkur leiða í heiminum,“ sagði Líf.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21 Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10 Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Gestur segir afar óþægilegt að sitja við hlið vopnaðra manna á matsölustað. 16. júní 2017 13:21
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Forseti borgarstjórnar fordæmir vopnaburð lögreglu Líf Magneudóttir segir með ólíkindum að borgarfulltrúar séu að heyra það fyrst í fjölmiðlum að sérsveit lögreglunnar ætli að bera vopn á hátíðarhöldum í tilefni 17. júní. 13. júní 2017 13:10
Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar. 17. júní 2017 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent