Reif sig upp úr þunglyndi og rugli Benedikt Bóas skrifar 16. júní 2017 08:00 Andri er kominn á beinu brautina eftir að hafa gengið um dimma dali þunglyndis og dópneyslu. Mynd/Hulda Vigdísardóttir Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel. Secret Solstice Tónlist Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel.
Secret Solstice Tónlist Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Sjá meira