Kerti sem koma skilaboðum til skila Guðný Hrönn skrifar 15. júní 2017 11:00 Núna er hægt að koma út úr skápnum með því að kveikja á kerti. Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Í dag verður fögnuður í Kiosk í tilefni þess að vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir er að senda frá sér nýja kertalínu en flestir fagurkerar ættu að kannast við PyroPet-kertin sem Þórunn er þekkt fyrir. Fyrir þá sem ekki þekkja PyroPet-kerti Þórunnar þá er um að ræða kerti sem eru eins og dýr í laginu og þegar vaxið bráðnar kemur í ljós beinagrind. „Ég stofnaði PyroPet Candle Company með félaga mínum, Dan Koval árið 2014. PyroPet fæst nú í 27 löndum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í yfir 100 verslunum í USA og um 150 verslunum í Frakklandi,“ segir Þórunn um fyrirtækið sem heitir nú 54 Celsius. Nýjasta lína Þórunnar byggir á sömu hugmynd og PyroPet-kertin- þegar vaxið bráðnar kemur í ljós eitthvað óvænt. Nýja kertalínan kallast „I Just Wanted To Tell You“ eða „Mig langaði bara að segja þér“ á íslensku.Þórunn Árnadóttir sendir frá sér nýja kertalínu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur: „I Just Wanted To Tell You“. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Þórunn. Átta mismunandi kerti eru innan línunnar og öll hafa þau ólík skilaboð. Spurð út í sitt uppáhaldskerti segir Þórunn:„Uppáhaldskertið mitt er eiginlega „I'm flaming gay!“. Er það ekki alveg frábær leið til þess að koma út úr skápnum?“ Partýið í Kiosk hefst klukkan 17.00. „Léttar veigar verða í boði, happdrætti og 20% kynningarafsláttur af kertunum aðeins á þessum viðburði,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að láta sjá sig.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira