Audi skýtur á Elon Musk Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 16:02 Grínagtug auglýsing hjá Audi og þónokkuð skot á Elon Musk og Tesla bíla hans. Audi hefur sett upp auglýsingu í Berlín í tilefni Formula E rafbílakappakstursins sem þar fer brátt fram. Á auglýsingunni sýnir Audi sinn nýja E-Tron Sportback Concept rafmagnsbíl með yfirskriftinni “Musk Have”. Með því vill Audi meina að ekki aðeins sé bíllinn “must have”, heldur ætti Elon Musk, forstjóri Tesla, að fá sér eintak af honum líka. Þetta er ef til vill nokkuð djarft hjá Audi, þar sem Audi setur þennan jeppa ekki á markað fyrr en á næsta ári, en almenningur getur í dag farið til söluumboða Tesla og keypt sér nú þegar Model X jeppann. Audi ætlar líka að setja á markað E-Tron Quattro bíl, sem líklega kemur á markað fyrr en E-Tron Sportback. Eftir það er komið að Q8 og Q4 með rafmagnsdrifrás og koma þeir líklega á markað árið 2020. Samkvæmt áætlunum Audi ætlar fyrirtækið að selja um 30% af bílum sínum eingöngu með rafmagnsdrifrás strax árið 2025. Audi E-Tron Quattro verður með 500 km drægni og verður heil 503 hestöfl. Það mun duga honum til að komast í 100 km hraða á 4,6 sekúndum. Tesla ætlar að markaðssetja Model Y, fjórða bíl sinn á eftir Model S, Model X og Model 3 strax árið 2019. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent
Audi hefur sett upp auglýsingu í Berlín í tilefni Formula E rafbílakappakstursins sem þar fer brátt fram. Á auglýsingunni sýnir Audi sinn nýja E-Tron Sportback Concept rafmagnsbíl með yfirskriftinni “Musk Have”. Með því vill Audi meina að ekki aðeins sé bíllinn “must have”, heldur ætti Elon Musk, forstjóri Tesla, að fá sér eintak af honum líka. Þetta er ef til vill nokkuð djarft hjá Audi, þar sem Audi setur þennan jeppa ekki á markað fyrr en á næsta ári, en almenningur getur í dag farið til söluumboða Tesla og keypt sér nú þegar Model X jeppann. Audi ætlar líka að setja á markað E-Tron Quattro bíl, sem líklega kemur á markað fyrr en E-Tron Sportback. Eftir það er komið að Q8 og Q4 með rafmagnsdrifrás og koma þeir líklega á markað árið 2020. Samkvæmt áætlunum Audi ætlar fyrirtækið að selja um 30% af bílum sínum eingöngu með rafmagnsdrifrás strax árið 2025. Audi E-Tron Quattro verður með 500 km drægni og verður heil 503 hestöfl. Það mun duga honum til að komast í 100 km hraða á 4,6 sekúndum. Tesla ætlar að markaðssetja Model Y, fjórða bíl sinn á eftir Model S, Model X og Model 3 strax árið 2019.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent