Amazon selur Fiat bíla á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2017 12:28 Hægt er að kaupa Fiat bíla á netversluninni Amazon og brátt fleiri gerðir og það í fleiri löndum. Netverslunin Amazon er að hasla sér völl í sölu bíla og hefur þegar hafið söu Fiat bíla á Ítalíu. Amazon stefnir þó á frekari landvinninga og ætlar að selja bíla á vef sínum í fleiri löndum Evrópu. Í þessu augnamiði hefur Amazon stofnað sérstaka skrifstofu sem heldur utan um bílasölu fyrirtækisins og er hún staðsett í Luxemburg. Næst í röðinni er að selja bíla í Bretlandi. Hvort meiningin er að selja aðeins nýja bíla, eða notaða að auki er ekki ljóst. Amazon hefur að undanförnu ráðið marga sérfræðinga með mikla þekkingu á bílasölu og ætlar sér greinilega stóra hluti á bílasölumarkaði. Engar yfirlýsingar um bílasölu á vegum Amazon hafa enn borist frá fyrirtækinu og svo virðist sem Amazon virði fara lágt með þessa nýju starfsemi sína. Amazon hefur í nokkurn tíma selt einar 3 gerðir Fiat bíla á vef sínum og greindi frá því við upphaf sölu á þeim. Nú býðst fólki einnig að leigja þessa Fiat bíla og því orðið val um kaup eða leigu í gegnum vef Amazon. Amazon hefur boðið bílavarahluti á vef sínum fyrir Bandaríkjamarkað með loforði um afhendingu samdægurs. Amazon býður meðal annars bílavarahluti frá Bosch Automotive Aftermarket, sem er undirfyrirtæki Bosch og hefur það viðskiptasamband staðið í næstum 10 ár. Amazon er því alls ekki ókunnugt bílageiranum, en ætlar sér stærri hluti þar á næstunni. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent
Netverslunin Amazon er að hasla sér völl í sölu bíla og hefur þegar hafið söu Fiat bíla á Ítalíu. Amazon stefnir þó á frekari landvinninga og ætlar að selja bíla á vef sínum í fleiri löndum Evrópu. Í þessu augnamiði hefur Amazon stofnað sérstaka skrifstofu sem heldur utan um bílasölu fyrirtækisins og er hún staðsett í Luxemburg. Næst í röðinni er að selja bíla í Bretlandi. Hvort meiningin er að selja aðeins nýja bíla, eða notaða að auki er ekki ljóst. Amazon hefur að undanförnu ráðið marga sérfræðinga með mikla þekkingu á bílasölu og ætlar sér greinilega stóra hluti á bílasölumarkaði. Engar yfirlýsingar um bílasölu á vegum Amazon hafa enn borist frá fyrirtækinu og svo virðist sem Amazon virði fara lágt með þessa nýju starfsemi sína. Amazon hefur í nokkurn tíma selt einar 3 gerðir Fiat bíla á vef sínum og greindi frá því við upphaf sölu á þeim. Nú býðst fólki einnig að leigja þessa Fiat bíla og því orðið val um kaup eða leigu í gegnum vef Amazon. Amazon hefur boðið bílavarahluti á vef sínum fyrir Bandaríkjamarkað með loforði um afhendingu samdægurs. Amazon býður meðal annars bílavarahluti frá Bosch Automotive Aftermarket, sem er undirfyrirtæki Bosch og hefur það viðskiptasamband staðið í næstum 10 ár. Amazon er því alls ekki ókunnugt bílageiranum, en ætlar sér stærri hluti þar á næstunni.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent