25 grömm Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2017 07:00 Þegar við borðum sykur losar heilinn boðefnið dópamín sem lætur okkur líða vel. Ástæða þess að okkar tegund elskar sætindi er sú að forfeður mannsins lærðu að ef þeir fundu ber eða hunang urðu þeir að borða þau hratt. Þróunarfræðilegar ástæður rótfestu ástarsamband mannsins og sykurs. Margir áratugir eru síðan læknar fóru að líkja sykri við fíkniefni. „Margir læknar og matarráðgjafar gera sér ljóst að sykur hagar sér klínískt á svipaðan hátt og fíknilyf. Neysla sykurs skapar þörf fyrir meiri sykur og margir sjúklingar fá vanlíðan þegar sykurneysla er stöðvuð um hríð,“ segir í grein Ársæls Jónssonar læknis, Um mataræði og menningarsjúkdóma, sem birtist í Læknablaðinu 1974. Besta leiðin til að halda í fitu og bæta á sig meiru fitu er að borða viðbættan sykur. Of mikil neysla viðbætts sykurs er ein helsta orsök offitufaraldursins á Vesturlöndum. Meðal annars af þessari ástæðu fór Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í endurskoðun á næringarviðmiðum fyrir viðbættan sykur. Frá árinu 2015 hefur stofnunin mælt með að fullorðnir og börn fái alls ekki meira en 10 prósent af heildarkaloríuinntöku sinni úr viðbættum sykri. Æskilegt sé þó að miða við 5 prósent. Fyrir fullorðinn karlmann er það um 25 grömm af sykri á dag. Það jafngildir sykurmagninu í sex Oreo-kexkökum. Ein lítil kók í gleri (250 ml) fer yfir hámarkið en í henni eru 26,5 grömm af sykri. Mörg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta og Bretar frá og með næsta ári. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem birtar voru í byrjun þessa árs leiddu í ljós að fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði um minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Í nýrri meistararitgerð í lýðheilsufræði við læknadeild HÍ er komist að þeirri niðurstöðu að skoða þurfi á ný skattlagningu gosdrykkja og sykraðrar matvöru hér á landi í þágu lýðheilsu. Það hvernig draga eigi úr sykurneyslu er pólitísk spurning. Það er í eðli sínu stjórnlynt viðhorf að skattleggja mat sem er óhollur í þeim tilgangi að draga úr neyslu á honum. Stjórnlynd viðhorf eiga sér hins vegar margar birtingarmyndir í samfélaginu. Við bönnum tiltekinn hóp vímuefna og gerum dreifingu og sölu þeirra refsiverða samkvæmt lögum um ávana- og fikniefni. Við skattleggjum vímuefnið áfengi mun harðar en aðrar þjóðir. Ástæður þess eru nokkurs konar blanda af stjórnlyndi og tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur ekki áhuga á að nota skatta til að draga úr sykurneyslu. Hins vegar er hægt að beita öðrum aðferðum til að reyna að ná sama markmiði. Til dæmis markvissri fræðslu. Það er mikilvægara fyrir þær kynslóðir barna sem nú eru í grunnskólum að tileinka sér fjármálalæsi og næringarfræði en að geta nefnt alla firði landsins eða geta skilið dönsku. Því til þess að geta átt gott líf er mikilvægt að börn skilji mikilvægi þess að vera með jákvætt eigið fé og hvernig eigi að stuðla að líkamlegri heilsu með ábyrgu fæðuvali.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Þegar við borðum sykur losar heilinn boðefnið dópamín sem lætur okkur líða vel. Ástæða þess að okkar tegund elskar sætindi er sú að forfeður mannsins lærðu að ef þeir fundu ber eða hunang urðu þeir að borða þau hratt. Þróunarfræðilegar ástæður rótfestu ástarsamband mannsins og sykurs. Margir áratugir eru síðan læknar fóru að líkja sykri við fíkniefni. „Margir læknar og matarráðgjafar gera sér ljóst að sykur hagar sér klínískt á svipaðan hátt og fíknilyf. Neysla sykurs skapar þörf fyrir meiri sykur og margir sjúklingar fá vanlíðan þegar sykurneysla er stöðvuð um hríð,“ segir í grein Ársæls Jónssonar læknis, Um mataræði og menningarsjúkdóma, sem birtist í Læknablaðinu 1974. Besta leiðin til að halda í fitu og bæta á sig meiru fitu er að borða viðbættan sykur. Of mikil neysla viðbætts sykurs er ein helsta orsök offitufaraldursins á Vesturlöndum. Meðal annars af þessari ástæðu fór Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í endurskoðun á næringarviðmiðum fyrir viðbættan sykur. Frá árinu 2015 hefur stofnunin mælt með að fullorðnir og börn fái alls ekki meira en 10 prósent af heildarkaloríuinntöku sinni úr viðbættum sykri. Æskilegt sé þó að miða við 5 prósent. Fyrir fullorðinn karlmann er það um 25 grömm af sykri á dag. Það jafngildir sykurmagninu í sex Oreo-kexkökum. Ein lítil kók í gleri (250 ml) fer yfir hámarkið en í henni eru 26,5 grömm af sykri. Mörg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta og Bretar frá og með næsta ári. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem birtar voru í byrjun þessa árs leiddu í ljós að fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði um minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Í nýrri meistararitgerð í lýðheilsufræði við læknadeild HÍ er komist að þeirri niðurstöðu að skoða þurfi á ný skattlagningu gosdrykkja og sykraðrar matvöru hér á landi í þágu lýðheilsu. Það hvernig draga eigi úr sykurneyslu er pólitísk spurning. Það er í eðli sínu stjórnlynt viðhorf að skattleggja mat sem er óhollur í þeim tilgangi að draga úr neyslu á honum. Stjórnlynd viðhorf eiga sér hins vegar margar birtingarmyndir í samfélaginu. Við bönnum tiltekinn hóp vímuefna og gerum dreifingu og sölu þeirra refsiverða samkvæmt lögum um ávana- og fikniefni. Við skattleggjum vímuefnið áfengi mun harðar en aðrar þjóðir. Ástæður þess eru nokkurs konar blanda af stjórnlyndi og tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur ekki áhuga á að nota skatta til að draga úr sykurneyslu. Hins vegar er hægt að beita öðrum aðferðum til að reyna að ná sama markmiði. Til dæmis markvissri fræðslu. Það er mikilvægara fyrir þær kynslóðir barna sem nú eru í grunnskólum að tileinka sér fjármálalæsi og næringarfræði en að geta nefnt alla firði landsins eða geta skilið dönsku. Því til þess að geta átt gott líf er mikilvægt að börn skilji mikilvægi þess að vera með jákvætt eigið fé og hvernig eigi að stuðla að líkamlegri heilsu með ábyrgu fæðuvali.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun