Atli Jamil vann torfæruna tveimur vikum eftir slys Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 11:06 Atli Jamil á flugi í torfærunni á Akureyri um helgina. Gunnlaugur Einar Briem Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent
Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent