Atli Jamil vann torfæruna tveimur vikum eftir slys Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 11:06 Atli Jamil á flugi í torfærunni á Akureyri um helgina. Gunnlaugur Einar Briem Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent
Þriðja torfærukeppni sumarsins fór fram á Akureyri um helgina. Ótrúlegt má telja að sigurvegarinn að þessu sinni var Atli Jamil, en hann lenti í slysi sem varð til þess að annarri torfærukeppni sumarsins á Suðurnesjum fyrir tveimur vikum síðan var hætt. Óttast var að Atli Jamil hefði meiðst illa er bíll hans féll hátt og lenti á hlið niður snarbratta brautina sem glímt var við. Atli Jamil var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl en betur fór en á horfðist í fyrstu. Hann sneri aftur til keppni um helgina og gerði sér lítið fyrir og hafði sigur í torfærunni á Akureyri. Magnaður Atli Jamil og gott dæmi um keppnishörku og ósérhlífni íslenskra torfæruökumanna. Torfæran á Akureyri var fyrsti dagskráliður í Bíladögum, sem stendur allt fram á næstu helgi. Sjá má magnaða takta og margar veltur frá Akureyrartorfærunni í myndskeiðinu hér að neðan.Atli Jamil spænir upp eina brautina á Akureyri.Gunnlaugur Einar Briem
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent