Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær. Vísir/Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. Fréttastofan greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vopnaðir sérsveitarmenn voru við eftirlit á fjölmennri fjölskylduhátíð sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur í dag. Fréttastofan fékk þær skýringar frá Ríkislögreglustjóra í gær að um hafi verið að ræða ráðstöfun til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis. Ráðstöfunin er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna á sæti í Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Hann segir þessar breytingar á löggæslu kalla á umræðu í samfélaginu. „Það kemur náttúrulega á óvart að þetta fréttist bara í fjölmiðlum. Maður spyr sig hvort lögreglan sé kannski að fara fram úr sér því þetta snýst náttúrulega ekki beint um það hvort stjórnvöld hafi endilega heimild til að gera þetta því að svona breytingar kalla alltaf á umræðu í samfélaginu. Þetta er bara spurning um hvernig samfélag við viljum sjá og ég held að almennt vilji fólk ekki sjá vopnaða lögreglu við almenn löggæslustörf á Íslandi.“Ríkislögreglustjóri segir að um hafi verið að ræða ráðstöfun vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega.Vísir/Stöð 2Segir ráðstöfunina til marks um hallæri í lögreglunniFyrir rúmri viku óskaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna fjölmennra viðburða í miðborginni og var matinu skilið í liðinni viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki gefa upp um innihald áhættumatsins. Andrés segir breytingarnar til marks um bága stöðu lögreglu á Íslandi. „Ég hef ekki séð þetta áhættumat sem lögreglan ber fyrir sig þannig að ég hef ekki forsendur til að meta það en stóri vandinn við löggæslu hér á landi er skortur á mannafla. Það vantar kannski 200 almenna lögreglumenn og það að sérsveitarmenn séu farnir að sinna verkefnum sem ættu kannski frekar heima undir almennri löggæslu, það varpar kannski ljósi á hallærið sem er í lögreglunni hér á landi. Það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ætlar ekki að takast á við ef eitthvað er að marka fimm ára áætlun um ríkisfjármál.“ Andrés segir að ákvarðanir sem þessar þurfi að vera í opinberri umræðu. „Það sýndi sig til dæmis þegar norsku hríðskotabyssurnar birtust hérna á hafnarbakkanum um árið að fólki verður hverft við og finnst þetta ekki þægileg tilhugsun. Það að vera á einhverjum skemmtidegi niðri í miðborginni og sjá allt í einu vopnaða lögreglumenn, það veldur mörgum ótta og óöryggi, þvert á það sem ætlunin er væntanlega,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30