Makleg málagjöld May Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. júní 2017 07:00 Úrslit kosninganna í Bretlandi komu vægast sagt á óvart. Að morgni kjördags var því spáð að Íhaldsmenn fengju ríflegan meirihluta en útgönguspár gáfu svo allt annað til kynna. Nú þegar talið hefur verið upp úr kössunum er ljóst að meirihluti Theresu May forsætisráðherra er fallinn. Þótt May hafi verið snögg til að mynda samsteypustjórn með stuðningi norður-írskra sambandssinna er ljóst að hún kembir ekki hærurnar í embætti. Sagan segir að kunnir samflokksmenn hennar séu þegar farnir að brýna hnífana. Boris Johnson utanríkisráðherra er sá sem oftast er nefndur sem arftaki May á formannsstóli. Líklegast verður að telja að May sitji fyrst um sinn og víki þegar um hægist. Kosningabaráttan var ein samfelld sorgarsaga fyrir May en að sama skapi persónulegur sigur fyrir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Maðurinn sem átti að standa flokknum fyrir þrifum var aðeins hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur. Merkilegasta niðurstaðan er kannski sú að Bretar virðast aftur vera að færast í átt að hreinu tveggja flokka kerfi. Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn fengu yfir fjögur af hverjum fimm greiddum atkvæðum. Litlu flokkarnir töpuðu þingmönnum sínum í hrönnum. Gamli leiðtogi frjálslyndra, Evrópusinninn Nick Clegg, sem einu sinni átti að vera maðurinn til að splundra tveggja flokka kerfinu, datt út af þingi. Bretar, sem einu sinni voru taldir skólabókardæmi um ríki sem byggi við stöðugt stjórnarfar, upplifa nú hálfgert öngþveiti í pólitíkinni. Þeir eru í óvissuferð út úr Evrópusambandinu, og sú sem stýra átti skútunni er helsærð og völt í sessi. Ekki er nema von að forsvarsmenn Evrópusambandsins hafi ýjað að því að skynsamlegt gæti verið að fresta samningafundum vegna Brexit eitthvað fram á sumar. Hér á þessum síðum var því varpað fram á dögunum hvort Bretar myndu ekki vilja spóla til baka um tólf mánuði. Þá ríkti efnahagslegur stöðugleiki í landinu og ríkisstjórn Davids Cameron virtist vera með styrka stjórn á hlutunum. Brexit umturnaði því á einni nóttu. Cameron sagði af sér og May tók við eftir mikil hjaðningavíg í forystu Íhaldsflokksins. Sagt var að pólitísk framtíð fólks á borð við May, Boris Johnson og Michael Gove hefði ráðið mestu um afstöðu þeirra og háttsemi í aðdraganda Brexit. Þau hafi tekið persónulegan metnað fram yfir hagsmuni þjóðar. Johnson og Gove var refsað snögglega, en May stóð uppi sem sigurvegari. Nú hefur hún líka fengið makleg málagjöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Úrslit kosninganna í Bretlandi komu vægast sagt á óvart. Að morgni kjördags var því spáð að Íhaldsmenn fengju ríflegan meirihluta en útgönguspár gáfu svo allt annað til kynna. Nú þegar talið hefur verið upp úr kössunum er ljóst að meirihluti Theresu May forsætisráðherra er fallinn. Þótt May hafi verið snögg til að mynda samsteypustjórn með stuðningi norður-írskra sambandssinna er ljóst að hún kembir ekki hærurnar í embætti. Sagan segir að kunnir samflokksmenn hennar séu þegar farnir að brýna hnífana. Boris Johnson utanríkisráðherra er sá sem oftast er nefndur sem arftaki May á formannsstóli. Líklegast verður að telja að May sitji fyrst um sinn og víki þegar um hægist. Kosningabaráttan var ein samfelld sorgarsaga fyrir May en að sama skapi persónulegur sigur fyrir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Maðurinn sem átti að standa flokknum fyrir þrifum var aðeins hársbreidd frá því að vinna sögulegan sigur. Merkilegasta niðurstaðan er kannski sú að Bretar virðast aftur vera að færast í átt að hreinu tveggja flokka kerfi. Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn fengu yfir fjögur af hverjum fimm greiddum atkvæðum. Litlu flokkarnir töpuðu þingmönnum sínum í hrönnum. Gamli leiðtogi frjálslyndra, Evrópusinninn Nick Clegg, sem einu sinni átti að vera maðurinn til að splundra tveggja flokka kerfinu, datt út af þingi. Bretar, sem einu sinni voru taldir skólabókardæmi um ríki sem byggi við stöðugt stjórnarfar, upplifa nú hálfgert öngþveiti í pólitíkinni. Þeir eru í óvissuferð út úr Evrópusambandinu, og sú sem stýra átti skútunni er helsærð og völt í sessi. Ekki er nema von að forsvarsmenn Evrópusambandsins hafi ýjað að því að skynsamlegt gæti verið að fresta samningafundum vegna Brexit eitthvað fram á sumar. Hér á þessum síðum var því varpað fram á dögunum hvort Bretar myndu ekki vilja spóla til baka um tólf mánuði. Þá ríkti efnahagslegur stöðugleiki í landinu og ríkisstjórn Davids Cameron virtist vera með styrka stjórn á hlutunum. Brexit umturnaði því á einni nóttu. Cameron sagði af sér og May tók við eftir mikil hjaðningavíg í forystu Íhaldsflokksins. Sagt var að pólitísk framtíð fólks á borð við May, Boris Johnson og Michael Gove hefði ráðið mestu um afstöðu þeirra og háttsemi í aðdraganda Brexit. Þau hafi tekið persónulegan metnað fram yfir hagsmuni þjóðar. Johnson og Gove var refsað snögglega, en May stóð uppi sem sigurvegari. Nú hefur hún líka fengið makleg málagjöld.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun