Gefur okkur von þrátt fyrir vonleysi mannkyns Magnús Guðmundsson skrifar 10. júní 2017 10:00 Katie Paterson, Sjón og Anne Beate Hovind í skóginum utan við Osló þar sem bækur Framtíðarbókasafnsins gróa og skáldið afhenti verk sitt til varðveislu. Katie Paterson, Future Library 2014-2114/Photo ©Bjørvika Utvikling by Kristin von Hirsch Það var dásamleg tilfinning að fá að deila titlinum. Án þess að fá að deila titlinum hefði þetta orðið óbærilegt. En með því að deila honum þá er það á einhvern hátt staðfesting á því að maður sé búinn að gera eitthvað og að eitthvað raunverulegt sé að þarna í kassanum sem verður ekki opnaður fyrr en eftir 97 ár,“ segir rithöfundurinn Sjón sem fyrir skömmu varð þriðji höfundurinn til þess að leggja verk inn í Framtíðarbókasafn Oslóborgar sem er afsprengi hugmyndar skosku listakonunnar Katie Paterson. Framtíðarbókasafnið byggir á því að á sérstökum stað í skóglendi Oslóborgar hefur verið plantað 1.000 trjám sem fá það hlutverk í framtíðinni að verða nýtt til pappírsframleiðslu eftir hundrað ár, á hundrað verkum jafn margra höfunda. Árlega í eina öld leggur höfundur inn verk til safnsins en fyrsta árið var það Margaret Atwood, þá David Mitchell og nú þriðja árið er komið að Sjón. Verkin verða geymd ólesin í sérstöku herbergi í nýju borgarbókasafni Oslóborgar, sem er í byggingu um þessar mundir, fram til ársins 2114, þegar þau munu í fyrsta sinn koma fyrir augu lesenda, annarra en skapara sinna. En höfundum er einungis heimilt að deila titli verka sinn með samtímamönnum og titillinn á verki Sjón er: VII Þegar enni mitt strýkst við kjólfald engla eða Nokkuð um fallturninn, rússíbanann, snúningsbollana og önnur tilbeiðslutæki frá tímum síð-iðnvæðingarinnarKatie Paterson við einn af græðlingunum sem eftir hundrað ár verða að pappír bókanna á Framtíðarbókasafninu.Frá hugmynd til veruleika Þessi stóri titill sem er í raun eins og ljóð í sjálfu sér gleður Katie Paterson sem segir gaman að fá að gefa lesendum svona smá smakk á verki sem nú fái að liggja í dvala í 97 ár. Katie Paterson er eins og skógur hugmynda, uppsprettan virðist óþrjótandi, allt getur sprottið. Framtíðarbókasafnið er ein af þeim hugmyndum og hún segir að fyrir fimm eða sex árum hafi hún setið í lest og verið að teikna trjáhringi í teikniblokkina sína. „Síðan kom þessi tenging á milli trjáhringja, kafla og bókar. Mér fannst þetta vera augljóst og skildi ekkert í mér að hafa aldrei séð hvað þetta liggur beint við. Bók er tré. Hún þróast og þroskast á ólíkan máta en myndar svo þessa einstöku heild þar sem engar tvær bækur eru eins. Væri ekki dásamlegt að rækta bók eins og við ræktum tré? Og ekki bara eina bók heldur heilan skóg af bókum. Svona byrjaði þetta en hugmyndin að láta nýjan höfund rækta nýja bók á hverju ári kom dálítið seinna. Með því finnst mér eins og hver og einn höfundanna sé orðinn að kafla í þessu stóra heildarverki eða safni. Eitthvað sem er plantað í jörð fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katie og bætir við að það sé nú ekki endilega vandinn að fá slíka hugmynd því annað sé að láta hana verða að veruleika. „Það var á því stigi sem Anne Beate kom til sögunnar. Hún er einstök kraftaverkakona.” Anne Beate Hovind er þekkt framkvæmdakona og stuðningsaðili við listir í Noregi og það var hún sem bar hitann og þungann af því að gera hugmynd Katie að veruleika. En Katie segir að upphafið að kynnum þeirra megi rekja til þess að henni hafi verið boðið á ráðstefnu um hægt rými, það er að segja rými sem vex og mótast á löngum tíma. „Innan þessa verkefnis var verið að styrkja listsköpun út frá þessari hugmynd, að verkin fengju tíma. Mættu vaxa inn í það rými sem þeim var úthlutað og mig minnir að við höfum verið eitthvað að vinna í skóginum þegar þessi litla og dálítið galna hugmynd kom aftur upp í kollinum á mér. Ég stundi þessari hugmynd upp við Anne Beate og blessunarlega þá býr hún yfir þeirri sýn og því hugrekki sem fáir sem styðja við listir hafa í raun og veru. Hún greip hugmyndina á lofti og nokkrum árum síðar tókst henni að sannfæra borgaryfirvöld í Osló um að láta okkur eftir skóglendi. Það var ekki fyrr en í framhaldi af því sem við fórum að biðja rithöfunda um að taka þátt og planta trjám.”Marion Herrera, hörpuleikari lék undir söng Ásgerðar Júníusdóttur við afhendingu verksins við mikla hrifningu.Hefur hjálpað mér að skilja Það var mildur og fallegur dagur í skóginum rétt utan við Osló þegar Sjón afhenti verkið sitt til varðveislu í Framtíðarbókasafnið. Fjöldi fólks safnaðist saman, sumir langt að komnir, og við athöfnina söng Ásgerður Júníusdóttir, eiginkona Sjón, tvö lög við undirleik Marion Herrera hörpuleikara og það var dálítið íslenskt sumar í lofti. Þetta var falleg stund og Sjón segir að á göngunni inn í skóginn hafi hann áttað sig á því að þetta verk var unnið eins og sáning. „Ég tók við þessu fræi frá Katie síðastliðið haust og svo var það að spíra innra með mér langt fram eftir í vetri. Anne Beate spurði mig á leiðinni inn í skóg hvort það væri komið sumar á Íslandi og þá gerði ég mér grein fyrir þessu, að ég hafði sáð að hausti og nú væri sprotinn komin í ljós þarna í skóginum,“ segir Sjón hugsi og bætir við að það sé merkilegt með þetta verkefni að það sé eins og það framleiði myndlíkingar. „Það framleiðir tengsl og það felur í sér svo mikla orku því vegna þess að það á heima í raunverulegum skógi. Núna þegar ég hef séð, snert og talað við þessi litlu tré, þá finn ég þessa orku. Þetta er að sönnu einstakur fundur hugar og handar. Hins andlega og hins náttúrulega. Og það er þess vegna sem verkefnið framleiðir myndlíkingar án fyrirhafnar.“ Á fundi með bókasafnsgestum seinna um daginn, fyrir fullu húsi, minntist Sjón líka á að það hefði komið honum á óvart hvað það fól í sér margar spurningar að skrifa verk sem enginn ætti eftir að fá að lesa fyrr en eftir öll þessi ár og að honum gengnum. „Ég vona að ég verði ekki eini höfundurinn sem finnst þetta vera erfitt ferli. Fyrst fannst mér þetta dálítið ógnvænlegt en svo gerði ég mér grein fyrir því að á næsta ári á ég fjörutíu ára höfundarafmæli. Mín fyrsta bók kom út sumarið 1978 þegar ég var sextán ára gamall. Þess vegna hugsaði ég með mér hvað við hugsum ólíkt um tímann eftir því hvar við erum stödd í lífinu. Þetta er eins og einhver sagði: Hvers vegna óttumst við að hætta að vera til en erum aldrei hrædd við að við höfum aldrei verið til? Þannig að þetta verkefni hefur hjálpað mér að skilja hvernig við hugsum fram og aftur um tímann.“Lesblind í bókaskógi Katie Paterson er myndlistarkona, list hennar er fyrst og fremst sjónræn og upplifunarkennd, en skyldi hún alltaf hafa sótt í bækur, verið lestrarhestur eins og þar stendur? „Það er nú það. Ég er bullandi lesblind sem er auðvitað frekar kaldhæðið,“ segir Katie og hlær sínum bjarta hlátri en Sjón segir að það hafi samt ekki komið honum á óvart, því það sé ekki óalgengt að snjallir myndlistarmenn séu einmitt lesblindir. „Finnbogi Pétursson, Sigurður Guðmundsson og margir fleiri snjallir myndlistarmenn eru einmitt lesblindir en búa yfir þessari einstöku færni til þess að tjá hug sinn og tilfinningar með sjónrænum hætti.“ Katie segir að hún hafi ekki einu sinni komist að því að hún væri lesblind fyrr en á síðasta ári í skóla. „Þetta var alveg að fara með mig. Ég skyldi ekki hvað þetta var með mig og orð. Þau eru þarna á blaðinu en af hverju vilja þau ekki koma heil í hausinn á mér? En ég elska að lesa. Það tekur mig bara lengri tíma en aðra og ég þarf að hafa meira fyrir því. Ég þarf að gefa mig alla í lesturinn og ég kemst ekki upp með að hlaupa yfir eitt né neitt. En fyrir vikið þá er ég líka ansi vandfýsin á það sem ég les. En þetta verkefni sem hefur nú tekið einhver ár í þróun og á eftir að endast mér ævina á enda hefur gefið mér góða afsökun fyrir því að leggjast í lestur. Skoða verk höfunda frá öllum heimshornum en núna erum við komin með stjórn þar sem hugmyndirnar streyma inn og satt best að segja falla mér nánast hendur yfir öllum þeim bókum sem ég þarf að lesa á næstunni,“ segir Katie skellihlæjandi. „En núna finnum við líka að höfundar vilja fá að vera með,“ segir Sjón. „Ég efast ekki um að þessi bókmenntaskógur á eftir að vaxa og dafna. Verða eftirsóttur áfangastaður höfunda á komandi árum. Tilfinningin sem það skilur eftir sig að þessi fallegi skógarstígur á eftir að vera gengin af hundrað höfundum, öllum í sömu erindagjörðum, er sterk. Þetta verður okkar pílagrímsganga á einhvern máta,“ segir Sjón en Katie bætir við að hún komist ekki frá hugmyndinni um að hann hafi látið bók vaxa innra með sér eins og tré vex úr jarðvegi. „Allt byrjaði þetta eins og lítill græðlingur sem náði að festa rætur og svo vex það og dafnar, rætur þess fléttast við rætur hinna trjánna, rétt eins og höfundarnir tengjast allir á einn eða annan hátt, eru hluti af eina og sama bókmenntaskóginum.“Það var létt yfir skáldinu í skóginum við afhendingu verksins.Sameiginlegur jarðvegur Sjón tekur undir þetta og segir að vissulega finni hann til sérstakra tengsla við þá höfunda sem tilheyri Framtíðarbókasafninu. „En það sérstaka við okkur þrjú sem njótum þess að vera fyrstu græðlingarnir í skóginum er að við höfum öll hist. Við Margaret Atwood unnum saman að viðburði í Louisiana-safninu í Danmörku og þar hittumst við Katie líka fyrst. Mánasteinn var nýkominn út í Danmörku og Margaret var þar að kynna síðasta hluta trílógíunnar sinnar. Við vorum sett saman upp á svið þar sem við áttum í fjörugum samræðum í ríflega klukkustund að tala um heimsvæðingu og Sci-Fi kvikmyndir og bara allt mögulegt.“ „Og þið sunguð bæði,“ rifjar Katie upp með bros á vör. „Alveg rétt,“ svarar Sjón. „Hún píndi mig til þess að syngja, það er ekkert hægt að neita svona konu,“ segir Sjón og hlær. „En við David höfum líka hist og unnum aðeins saman á bókmenntahátíð fyrir ekki svo löngu og mér finnst það skemmtileg tilhugsun að við skulum tengjast með þessum hætti í þessum stóra heimi. Við erum öll afar ólíkir höfundar en það er engu að síður ákveðinn sameiginlegur jarðvegur sem við deilum og nú er hann ekki aðeins hugmynd heldur veruleiki.“ Sjón og Katie kynntust á áðurnefndri ráðstefnu í Louisiana-listasafninu. „Ég sá þarna þessa ungu, skosku listakonu sem gekk á milli höfunda og rétti þeim lítið kort og svo kom hún til mín og sagði mér frá Framtíðarbókasafninu. Þegar ég kom heim þá fletti ég þessu upp og gerði mér strax grein fyrir því að ég þekkti fyrri verk hennar og var hrifinn af þeim. Ég skrifaði henni því strax og sagði henni að hafa mig endilega í huga. Einhverjum tveimur eða þremur árum síðar fékk ég svo þennan dásamlega tölvupóst sem létti af mér byrði afbrýðiseminnar út í aðra höfunda og núna líður mér miklu betur,“ segir Sjón léttur og hlær við tilhugsunina.Vann á Íslandi Katie segir að Sjón hafi snemma verið henni ofarlega í huga enda hafi hún sterk tengsl við Ísland og að sum verka hennar byggi á þeirri reynslu. „Eftir að ég lauk minni fyrstu prófgráðu í Edinborg var ég á höttunum eftir vinnu. Ég fór á vinnumiðlunina og var látin setjast fyrir framan tölvuskjá og byrja að leita en af einhverjum ástæðum leiddi það mig til Íslands. Ég hafði alltaf verið spennt fyrir því að ferðast til Íslands svo tveimur dögum seinna var ég á leiðinni til Íslands þar sem ég vann á Foss hóteli á Norðausturlandi á pínulitlum stað þar sem var ekkert að finna annað en fiskeldisstöð, bensínstöð og hóp af listnemum sem bráðvantaði vinnu. Það var bjart allan sólarhringinn svo við skemmtum okkur ansi vel en í framhaldinu vann ég allmörg verk sem tengjast Íslandi og dvöl minni þar.“ Katie hefur á orði að það fylgi því sérstök tilfinning að horfa aftur til þessa tíma á Íslandi í ljósi þess að hún hafi verið að taka við verki frá íslenskum höfundi inn í Framtíðarbókasafnið. Verkefni sem þegar hafi farið langt fram úr hennar björtustu vonum. „Væntingarnar voru reyndar afar litlar fyrir fimm árum þegar ég ætlaði að leggja þetta frá mér eða kannski í mesta lagi leyfa því að vera með í bók um hugmyndir sem ég er að vinna að. Þannig að þetta gleður mig óendanlega mikið. Verkið er hluti af alvöru skógi í alvöru borg sem hefur tekið verkinu fagnandi. Er í höndunum á fólki sem ég treysti til þess að klára verkefnið sem er auðvitað lykilatriði. Það er ekkert sjálfgefið. Málið er að ef ég hefði ekki trú á þessu þá gæti ég ekki hugsað mér að biðja höfunda um að taka þátt því það felur í sér svo mikla skuldbindingu. Skuldbindingu fyrir höfundana og fyrir borgina inn í framtíð sem við vitum ekkert um.“ Sjón tekur undir þetta og segir að það sé í raun magnað að það hafi tekist að finna þessu verki farveg. „Þetta verk fann Anne Beate og það er mikilvægt að það komi fram að hún er manneskja sem hefur djúpan skilning á listrænni hlið verksins og tekur það í fangið á sama tíma og hún býr yfir færni, þekkingu og drifkrafti til þess að láta þetta verða að veruleika. Hún hefur hæfileikann til þess að fá fólk í lið með sér og til að mynda það að í nýja bókasafninu sem er verið að byggja hérna í Osló verði sérstakt herbergi tileinkað þessu verkefni felur í sér svo mikla framtíðarsýn. Það er hennar verk, þessi framtíðarsýn og óþrjótandi kraftur.“Hefur dimma sýn Sjón bætir við að það sé líka mikilvægt að höfundar finni hvaða merkingu verkið hefur fyrir þá persónulega og í þeirra samtíma. „Margaret Atwood hefur sagt að fyrir henni standi Framtíðarbókasafnið fyrir von. Ég ætla að segja að fyrir mér sé það frábær fyrirmynd að því hvað við getum gert þegar við vinnum saman og í þágu framtíðarinnar.“ Sjón bendir einnig á að fyrir okkar samtíma sé Framtíðarbókasafnið auðvitað hápólitískt verkefni. Katie tekur undir þetta og segir það vissulega rétt og að auki þá hafi verkefnið gjörbreytt hugmyndum hennar og væntingum til þess hvað er mögulegt og hvað ómögulegt. „Ég trúi ekki hversu vel þetta hefur gengið. Það er svo oft í þessum geira að það þarf að yfirstíga endalaust margar hindranir en þetta hefur í raun flogið áfram. Það verður líka að hrósa íbúum Osló í þessu samhengi,“ segir Sjón og minnir á að í Osló er mikill skilningur á umhverfismálum og mikill vilji fólks til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta hugarfar hentaði þessari hugmynd, þessu verki, og ég held að fáar þjóðir hefðu tekið þessu svo opnum örmum.“ Þetta jákvæða viðhorf sem Sjón hefur til íbúa Oslóborgar endurspeglar kannski þá jákvæðu sýn sem hann setti fram varðandi framtíðina við afhendingu verksins. „Já, ætli það megi ekki segja það,“ svarar hann. „Almennt séð hef ég samt afar dimma sýn á mannkynið,“ bætir hann við og hlær. „Ég held að okkur sé ekki viðbjargandi að svo ótal mörgu leyti. En velgengni mannkyns á þessari jörð ætti þó þrátt fyrir allt að veita okkur einhverja von. Svartsýni mun ekki fleyta okkur fram á við í þeirri stöðu sem við erum í varðandi umhverfið. Þannig að þó að ég sé níhílisti þá held ég að með því að varpa svona litlum, klikkuðum hugmyndum á borð við Framtíðarbókasafnið út í heiminn þá getum við gert hann betri. Þetta ætti að gefa okkur von þrátt fyrir vonleysi mannkyns.“ Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það var dásamleg tilfinning að fá að deila titlinum. Án þess að fá að deila titlinum hefði þetta orðið óbærilegt. En með því að deila honum þá er það á einhvern hátt staðfesting á því að maður sé búinn að gera eitthvað og að eitthvað raunverulegt sé að þarna í kassanum sem verður ekki opnaður fyrr en eftir 97 ár,“ segir rithöfundurinn Sjón sem fyrir skömmu varð þriðji höfundurinn til þess að leggja verk inn í Framtíðarbókasafn Oslóborgar sem er afsprengi hugmyndar skosku listakonunnar Katie Paterson. Framtíðarbókasafnið byggir á því að á sérstökum stað í skóglendi Oslóborgar hefur verið plantað 1.000 trjám sem fá það hlutverk í framtíðinni að verða nýtt til pappírsframleiðslu eftir hundrað ár, á hundrað verkum jafn margra höfunda. Árlega í eina öld leggur höfundur inn verk til safnsins en fyrsta árið var það Margaret Atwood, þá David Mitchell og nú þriðja árið er komið að Sjón. Verkin verða geymd ólesin í sérstöku herbergi í nýju borgarbókasafni Oslóborgar, sem er í byggingu um þessar mundir, fram til ársins 2114, þegar þau munu í fyrsta sinn koma fyrir augu lesenda, annarra en skapara sinna. En höfundum er einungis heimilt að deila titli verka sinn með samtímamönnum og titillinn á verki Sjón er: VII Þegar enni mitt strýkst við kjólfald engla eða Nokkuð um fallturninn, rússíbanann, snúningsbollana og önnur tilbeiðslutæki frá tímum síð-iðnvæðingarinnarKatie Paterson við einn af græðlingunum sem eftir hundrað ár verða að pappír bókanna á Framtíðarbókasafninu.Frá hugmynd til veruleika Þessi stóri titill sem er í raun eins og ljóð í sjálfu sér gleður Katie Paterson sem segir gaman að fá að gefa lesendum svona smá smakk á verki sem nú fái að liggja í dvala í 97 ár. Katie Paterson er eins og skógur hugmynda, uppsprettan virðist óþrjótandi, allt getur sprottið. Framtíðarbókasafnið er ein af þeim hugmyndum og hún segir að fyrir fimm eða sex árum hafi hún setið í lest og verið að teikna trjáhringi í teikniblokkina sína. „Síðan kom þessi tenging á milli trjáhringja, kafla og bókar. Mér fannst þetta vera augljóst og skildi ekkert í mér að hafa aldrei séð hvað þetta liggur beint við. Bók er tré. Hún þróast og þroskast á ólíkan máta en myndar svo þessa einstöku heild þar sem engar tvær bækur eru eins. Væri ekki dásamlegt að rækta bók eins og við ræktum tré? Og ekki bara eina bók heldur heilan skóg af bókum. Svona byrjaði þetta en hugmyndin að láta nýjan höfund rækta nýja bók á hverju ári kom dálítið seinna. Með því finnst mér eins og hver og einn höfundanna sé orðinn að kafla í þessu stóra heildarverki eða safni. Eitthvað sem er plantað í jörð fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katie og bætir við að það sé nú ekki endilega vandinn að fá slíka hugmynd því annað sé að láta hana verða að veruleika. „Það var á því stigi sem Anne Beate kom til sögunnar. Hún er einstök kraftaverkakona.” Anne Beate Hovind er þekkt framkvæmdakona og stuðningsaðili við listir í Noregi og það var hún sem bar hitann og þungann af því að gera hugmynd Katie að veruleika. En Katie segir að upphafið að kynnum þeirra megi rekja til þess að henni hafi verið boðið á ráðstefnu um hægt rými, það er að segja rými sem vex og mótast á löngum tíma. „Innan þessa verkefnis var verið að styrkja listsköpun út frá þessari hugmynd, að verkin fengju tíma. Mættu vaxa inn í það rými sem þeim var úthlutað og mig minnir að við höfum verið eitthvað að vinna í skóginum þegar þessi litla og dálítið galna hugmynd kom aftur upp í kollinum á mér. Ég stundi þessari hugmynd upp við Anne Beate og blessunarlega þá býr hún yfir þeirri sýn og því hugrekki sem fáir sem styðja við listir hafa í raun og veru. Hún greip hugmyndina á lofti og nokkrum árum síðar tókst henni að sannfæra borgaryfirvöld í Osló um að láta okkur eftir skóglendi. Það var ekki fyrr en í framhaldi af því sem við fórum að biðja rithöfunda um að taka þátt og planta trjám.”Marion Herrera, hörpuleikari lék undir söng Ásgerðar Júníusdóttur við afhendingu verksins við mikla hrifningu.Hefur hjálpað mér að skilja Það var mildur og fallegur dagur í skóginum rétt utan við Osló þegar Sjón afhenti verkið sitt til varðveislu í Framtíðarbókasafnið. Fjöldi fólks safnaðist saman, sumir langt að komnir, og við athöfnina söng Ásgerður Júníusdóttir, eiginkona Sjón, tvö lög við undirleik Marion Herrera hörpuleikara og það var dálítið íslenskt sumar í lofti. Þetta var falleg stund og Sjón segir að á göngunni inn í skóginn hafi hann áttað sig á því að þetta verk var unnið eins og sáning. „Ég tók við þessu fræi frá Katie síðastliðið haust og svo var það að spíra innra með mér langt fram eftir í vetri. Anne Beate spurði mig á leiðinni inn í skóg hvort það væri komið sumar á Íslandi og þá gerði ég mér grein fyrir þessu, að ég hafði sáð að hausti og nú væri sprotinn komin í ljós þarna í skóginum,“ segir Sjón hugsi og bætir við að það sé merkilegt með þetta verkefni að það sé eins og það framleiði myndlíkingar. „Það framleiðir tengsl og það felur í sér svo mikla orku því vegna þess að það á heima í raunverulegum skógi. Núna þegar ég hef séð, snert og talað við þessi litlu tré, þá finn ég þessa orku. Þetta er að sönnu einstakur fundur hugar og handar. Hins andlega og hins náttúrulega. Og það er þess vegna sem verkefnið framleiðir myndlíkingar án fyrirhafnar.“ Á fundi með bókasafnsgestum seinna um daginn, fyrir fullu húsi, minntist Sjón líka á að það hefði komið honum á óvart hvað það fól í sér margar spurningar að skrifa verk sem enginn ætti eftir að fá að lesa fyrr en eftir öll þessi ár og að honum gengnum. „Ég vona að ég verði ekki eini höfundurinn sem finnst þetta vera erfitt ferli. Fyrst fannst mér þetta dálítið ógnvænlegt en svo gerði ég mér grein fyrir því að á næsta ári á ég fjörutíu ára höfundarafmæli. Mín fyrsta bók kom út sumarið 1978 þegar ég var sextán ára gamall. Þess vegna hugsaði ég með mér hvað við hugsum ólíkt um tímann eftir því hvar við erum stödd í lífinu. Þetta er eins og einhver sagði: Hvers vegna óttumst við að hætta að vera til en erum aldrei hrædd við að við höfum aldrei verið til? Þannig að þetta verkefni hefur hjálpað mér að skilja hvernig við hugsum fram og aftur um tímann.“Lesblind í bókaskógi Katie Paterson er myndlistarkona, list hennar er fyrst og fremst sjónræn og upplifunarkennd, en skyldi hún alltaf hafa sótt í bækur, verið lestrarhestur eins og þar stendur? „Það er nú það. Ég er bullandi lesblind sem er auðvitað frekar kaldhæðið,“ segir Katie og hlær sínum bjarta hlátri en Sjón segir að það hafi samt ekki komið honum á óvart, því það sé ekki óalgengt að snjallir myndlistarmenn séu einmitt lesblindir. „Finnbogi Pétursson, Sigurður Guðmundsson og margir fleiri snjallir myndlistarmenn eru einmitt lesblindir en búa yfir þessari einstöku færni til þess að tjá hug sinn og tilfinningar með sjónrænum hætti.“ Katie segir að hún hafi ekki einu sinni komist að því að hún væri lesblind fyrr en á síðasta ári í skóla. „Þetta var alveg að fara með mig. Ég skyldi ekki hvað þetta var með mig og orð. Þau eru þarna á blaðinu en af hverju vilja þau ekki koma heil í hausinn á mér? En ég elska að lesa. Það tekur mig bara lengri tíma en aðra og ég þarf að hafa meira fyrir því. Ég þarf að gefa mig alla í lesturinn og ég kemst ekki upp með að hlaupa yfir eitt né neitt. En fyrir vikið þá er ég líka ansi vandfýsin á það sem ég les. En þetta verkefni sem hefur nú tekið einhver ár í þróun og á eftir að endast mér ævina á enda hefur gefið mér góða afsökun fyrir því að leggjast í lestur. Skoða verk höfunda frá öllum heimshornum en núna erum við komin með stjórn þar sem hugmyndirnar streyma inn og satt best að segja falla mér nánast hendur yfir öllum þeim bókum sem ég þarf að lesa á næstunni,“ segir Katie skellihlæjandi. „En núna finnum við líka að höfundar vilja fá að vera með,“ segir Sjón. „Ég efast ekki um að þessi bókmenntaskógur á eftir að vaxa og dafna. Verða eftirsóttur áfangastaður höfunda á komandi árum. Tilfinningin sem það skilur eftir sig að þessi fallegi skógarstígur á eftir að vera gengin af hundrað höfundum, öllum í sömu erindagjörðum, er sterk. Þetta verður okkar pílagrímsganga á einhvern máta,“ segir Sjón en Katie bætir við að hún komist ekki frá hugmyndinni um að hann hafi látið bók vaxa innra með sér eins og tré vex úr jarðvegi. „Allt byrjaði þetta eins og lítill græðlingur sem náði að festa rætur og svo vex það og dafnar, rætur þess fléttast við rætur hinna trjánna, rétt eins og höfundarnir tengjast allir á einn eða annan hátt, eru hluti af eina og sama bókmenntaskóginum.“Það var létt yfir skáldinu í skóginum við afhendingu verksins.Sameiginlegur jarðvegur Sjón tekur undir þetta og segir að vissulega finni hann til sérstakra tengsla við þá höfunda sem tilheyri Framtíðarbókasafninu. „En það sérstaka við okkur þrjú sem njótum þess að vera fyrstu græðlingarnir í skóginum er að við höfum öll hist. Við Margaret Atwood unnum saman að viðburði í Louisiana-safninu í Danmörku og þar hittumst við Katie líka fyrst. Mánasteinn var nýkominn út í Danmörku og Margaret var þar að kynna síðasta hluta trílógíunnar sinnar. Við vorum sett saman upp á svið þar sem við áttum í fjörugum samræðum í ríflega klukkustund að tala um heimsvæðingu og Sci-Fi kvikmyndir og bara allt mögulegt.“ „Og þið sunguð bæði,“ rifjar Katie upp með bros á vör. „Alveg rétt,“ svarar Sjón. „Hún píndi mig til þess að syngja, það er ekkert hægt að neita svona konu,“ segir Sjón og hlær. „En við David höfum líka hist og unnum aðeins saman á bókmenntahátíð fyrir ekki svo löngu og mér finnst það skemmtileg tilhugsun að við skulum tengjast með þessum hætti í þessum stóra heimi. Við erum öll afar ólíkir höfundar en það er engu að síður ákveðinn sameiginlegur jarðvegur sem við deilum og nú er hann ekki aðeins hugmynd heldur veruleiki.“ Sjón og Katie kynntust á áðurnefndri ráðstefnu í Louisiana-listasafninu. „Ég sá þarna þessa ungu, skosku listakonu sem gekk á milli höfunda og rétti þeim lítið kort og svo kom hún til mín og sagði mér frá Framtíðarbókasafninu. Þegar ég kom heim þá fletti ég þessu upp og gerði mér strax grein fyrir því að ég þekkti fyrri verk hennar og var hrifinn af þeim. Ég skrifaði henni því strax og sagði henni að hafa mig endilega í huga. Einhverjum tveimur eða þremur árum síðar fékk ég svo þennan dásamlega tölvupóst sem létti af mér byrði afbrýðiseminnar út í aðra höfunda og núna líður mér miklu betur,“ segir Sjón léttur og hlær við tilhugsunina.Vann á Íslandi Katie segir að Sjón hafi snemma verið henni ofarlega í huga enda hafi hún sterk tengsl við Ísland og að sum verka hennar byggi á þeirri reynslu. „Eftir að ég lauk minni fyrstu prófgráðu í Edinborg var ég á höttunum eftir vinnu. Ég fór á vinnumiðlunina og var látin setjast fyrir framan tölvuskjá og byrja að leita en af einhverjum ástæðum leiddi það mig til Íslands. Ég hafði alltaf verið spennt fyrir því að ferðast til Íslands svo tveimur dögum seinna var ég á leiðinni til Íslands þar sem ég vann á Foss hóteli á Norðausturlandi á pínulitlum stað þar sem var ekkert að finna annað en fiskeldisstöð, bensínstöð og hóp af listnemum sem bráðvantaði vinnu. Það var bjart allan sólarhringinn svo við skemmtum okkur ansi vel en í framhaldinu vann ég allmörg verk sem tengjast Íslandi og dvöl minni þar.“ Katie hefur á orði að það fylgi því sérstök tilfinning að horfa aftur til þessa tíma á Íslandi í ljósi þess að hún hafi verið að taka við verki frá íslenskum höfundi inn í Framtíðarbókasafnið. Verkefni sem þegar hafi farið langt fram úr hennar björtustu vonum. „Væntingarnar voru reyndar afar litlar fyrir fimm árum þegar ég ætlaði að leggja þetta frá mér eða kannski í mesta lagi leyfa því að vera með í bók um hugmyndir sem ég er að vinna að. Þannig að þetta gleður mig óendanlega mikið. Verkið er hluti af alvöru skógi í alvöru borg sem hefur tekið verkinu fagnandi. Er í höndunum á fólki sem ég treysti til þess að klára verkefnið sem er auðvitað lykilatriði. Það er ekkert sjálfgefið. Málið er að ef ég hefði ekki trú á þessu þá gæti ég ekki hugsað mér að biðja höfunda um að taka þátt því það felur í sér svo mikla skuldbindingu. Skuldbindingu fyrir höfundana og fyrir borgina inn í framtíð sem við vitum ekkert um.“ Sjón tekur undir þetta og segir að það sé í raun magnað að það hafi tekist að finna þessu verki farveg. „Þetta verk fann Anne Beate og það er mikilvægt að það komi fram að hún er manneskja sem hefur djúpan skilning á listrænni hlið verksins og tekur það í fangið á sama tíma og hún býr yfir færni, þekkingu og drifkrafti til þess að láta þetta verða að veruleika. Hún hefur hæfileikann til þess að fá fólk í lið með sér og til að mynda það að í nýja bókasafninu sem er verið að byggja hérna í Osló verði sérstakt herbergi tileinkað þessu verkefni felur í sér svo mikla framtíðarsýn. Það er hennar verk, þessi framtíðarsýn og óþrjótandi kraftur.“Hefur dimma sýn Sjón bætir við að það sé líka mikilvægt að höfundar finni hvaða merkingu verkið hefur fyrir þá persónulega og í þeirra samtíma. „Margaret Atwood hefur sagt að fyrir henni standi Framtíðarbókasafnið fyrir von. Ég ætla að segja að fyrir mér sé það frábær fyrirmynd að því hvað við getum gert þegar við vinnum saman og í þágu framtíðarinnar.“ Sjón bendir einnig á að fyrir okkar samtíma sé Framtíðarbókasafnið auðvitað hápólitískt verkefni. Katie tekur undir þetta og segir það vissulega rétt og að auki þá hafi verkefnið gjörbreytt hugmyndum hennar og væntingum til þess hvað er mögulegt og hvað ómögulegt. „Ég trúi ekki hversu vel þetta hefur gengið. Það er svo oft í þessum geira að það þarf að yfirstíga endalaust margar hindranir en þetta hefur í raun flogið áfram. Það verður líka að hrósa íbúum Osló í þessu samhengi,“ segir Sjón og minnir á að í Osló er mikill skilningur á umhverfismálum og mikill vilji fólks til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta hugarfar hentaði þessari hugmynd, þessu verki, og ég held að fáar þjóðir hefðu tekið þessu svo opnum örmum.“ Þetta jákvæða viðhorf sem Sjón hefur til íbúa Oslóborgar endurspeglar kannski þá jákvæðu sýn sem hann setti fram varðandi framtíðina við afhendingu verksins. „Já, ætli það megi ekki segja það,“ svarar hann. „Almennt séð hef ég samt afar dimma sýn á mannkynið,“ bætir hann við og hlær. „Ég held að okkur sé ekki viðbjargandi að svo ótal mörgu leyti. En velgengni mannkyns á þessari jörð ætti þó þrátt fyrir allt að veita okkur einhverja von. Svartsýni mun ekki fleyta okkur fram á við í þeirri stöðu sem við erum í varðandi umhverfið. Þannig að þó að ég sé níhílisti þá held ég að með því að varpa svona litlum, klikkuðum hugmyndum á borð við Framtíðarbókasafnið út í heiminn þá getum við gert hann betri. Þetta ætti að gefa okkur von þrátt fyrir vonleysi mannkyns.“
Menning Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira