Costco og börnin Óttar Guðmundsson skrifar 10. júní 2017 07:00 Sálfræðingum hefur fjölgað mikið enda kenna þrír háskólar í landinu um furður sálarlífsins. Mikill fengur er að þessu vel menntaða fólki sem er farið að láta að sér kveða á æ fleiri sviðum. Í æðinu sem skapaðist í kringum opnun Costco á dögunum tjáði sálfræðingur sig um áhrif fyrirtækisins á börn. Hann sagði að fólk ætti ekki að fara með börn í verslunina vegna hávaða og streitu og því væri best að skilja þau eftir heima. Þetta eru orð í tíma töluð. Nútímasamfélag einkennist af áreiti, stressi og hraða sem getur haft skaðleg áhrif á börn. Íþróttakappleikir, verslanir, fermingarveislur og flugstöðvar ættu að vera á bannlista hverrar barnafjölskyldu. Skólarnir geta valdið stressi með hávaðasömum frímínútum og samkeppni. Maður minnist með skelfingu foreldra sem leyfðu börnum að leika lausum hala á 17. júní. Áður fyrr fengu börn að vera með í réttum og taka þátt í vorverkum þegar lömb voru mörkuð til sveita með tilheyrandi jarmi og blóðbaði. Slíkt kæruleysi hefur eyðilagt kynslóðir af börnum. Nú verður að bregðast við þessum varnaðarorðum og forða börnum frá ysi og þys hversdagsins og reyndar lífinu sjálfu. Fjölskyldur verða að útbúa streitulaus svæði inni á heimilunum þar sem börnin geta leikið sér áhyggjulaus í þroskandi tölvuleikjum eða horft á uppbyggileg myndbönd í símanum sínum. Þau eiga að forðast öll bein mannleg samskipti sem geta valdið streitu og einbeita sér að tölvusamskiptum. Það er fagnaðarefni að komnir eru skarpskyggnir menn sem geta bent þjóðinni á allar þær reginvillur sem gerðar hafa verið í barnauppeldi á liðnum tímum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Sálfræðingum hefur fjölgað mikið enda kenna þrír háskólar í landinu um furður sálarlífsins. Mikill fengur er að þessu vel menntaða fólki sem er farið að láta að sér kveða á æ fleiri sviðum. Í æðinu sem skapaðist í kringum opnun Costco á dögunum tjáði sálfræðingur sig um áhrif fyrirtækisins á börn. Hann sagði að fólk ætti ekki að fara með börn í verslunina vegna hávaða og streitu og því væri best að skilja þau eftir heima. Þetta eru orð í tíma töluð. Nútímasamfélag einkennist af áreiti, stressi og hraða sem getur haft skaðleg áhrif á börn. Íþróttakappleikir, verslanir, fermingarveislur og flugstöðvar ættu að vera á bannlista hverrar barnafjölskyldu. Skólarnir geta valdið stressi með hávaðasömum frímínútum og samkeppni. Maður minnist með skelfingu foreldra sem leyfðu börnum að leika lausum hala á 17. júní. Áður fyrr fengu börn að vera með í réttum og taka þátt í vorverkum þegar lömb voru mörkuð til sveita með tilheyrandi jarmi og blóðbaði. Slíkt kæruleysi hefur eyðilagt kynslóðir af börnum. Nú verður að bregðast við þessum varnaðarorðum og forða börnum frá ysi og þys hversdagsins og reyndar lífinu sjálfu. Fjölskyldur verða að útbúa streitulaus svæði inni á heimilunum þar sem börnin geta leikið sér áhyggjulaus í þroskandi tölvuleikjum eða horft á uppbyggileg myndbönd í símanum sínum. Þau eiga að forðast öll bein mannleg samskipti sem geta valdið streitu og einbeita sér að tölvusamskiptum. Það er fagnaðarefni að komnir eru skarpskyggnir menn sem geta bent þjóðinni á allar þær reginvillur sem gerðar hafa verið í barnauppeldi á liðnum tímum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun