Lífið

Hrafn og Brynhildur selja krúttlega íbúð í miðbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrafn hefur oft vakið mikla athygli fyrir skemmtilega pistla.
Hrafn hefur oft vakið mikla athygli fyrir skemmtilega pistla.
Brynhildur Bolladóttur, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, og Hrafn Jónsson, texta- og hugmyndasmiður, hafa sett íbúð sína á Bergþórugötu á sölu.

Um er að ræða fallega og krúttlega íbúð í bárujárnsklæddu steinhúsi en íbúðin er mikið endurnýjuð. Parið hyggst nú flytja í hlíðarnar í Reykjavík.

Íbúðin er á 1. hæð og er um sextíu fermetrar að stærð. Húsið var byggt árið 1921 og stendur á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Kaupverðið er 35,7 milljónir en fasteignamatið er 29,2 milljónir.

Hér að neðan má sjá fallegar myndir innan úr eigninni.

Fallegt að utan.
Eldhúsið nýlegt og fallegt.
Setustofan er björt og rúmgóð.
Einstaklega snyrtilegur gangur.
Draumabaðherbergi.
Rúmgott hjónaherbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×