Druslubókin rauk út Guðný Hrönn skrifar 29. júní 2017 09:30 Það var fjölmennt í útgáfupartíinu. VÍSIR/EYÞÓR Í tilefni útgáfu bókarinnar Ég er drusla var haldið útgáfupartí á þriðjudaginn í KEX hostel. Það var fjölmennt í boðinu þar sem viðstaddir virtu fyrir sér bókverkið sem hefur að geyma listaverk, teikningar, greinar, möntrur, ljósmyndir og sögur um ofbeldismenningu og samfélagið. „Útgáfuboðið gekk ótrúlega vel. Það var stanslaus straumur fólks frá klukkan 18.00 til 21.00,“ segir Hjalti Vigfússon, einn þeirra sem hélt utan um útgáfu bókarinnar. „Ætli það hafi ekki mætt nokkur hundruð manns í heildina. Það var náttúrulega ótrúlega gaman að sjá fólk skoða afrakstur allrar þessarar vinnu,“ segir Hjalti sem er hæstánægður með bókina.„Ég hef ekki hugmynd um hvað við seldum mörg eintök, ég veit bara að bókin rauk út,“ segir hann og hlær.Viðstaddir virtu fyrir sér bókverkið.VÍSIR/EYÞÓR„Það komu yfir 40 einstaklingar að gerð bókarinnar og allir gáfu vinnu sína. Þeir sem eiga verk í bókinni höfðu ekki séð verk hinna og voru að sjá lokaútkomuna í fyrsta sinn í gær. Það var svo innilega gleðilegt að sjá hvað fólk var ánægt og stolt af því hvernig þetta kemur út. Það er einstakt að finna fyrir öllum þessum samhug og vilja fólks til að breyta samfélaginu til hins betra. Þetta gefur okkur náttúrulega aukna orku til að gera gönguna í sumar að þeirra stærstu til þessa. Druslur eru greinilega hvergi nærri hættar að breyta heiminum,“ útskýrir Hjalti. Þess má geta að Druslugangan í ár verður 29. júlí og allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Druslugöngunnar. Druslugangan Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Í tilefni útgáfu bókarinnar Ég er drusla var haldið útgáfupartí á þriðjudaginn í KEX hostel. Það var fjölmennt í boðinu þar sem viðstaddir virtu fyrir sér bókverkið sem hefur að geyma listaverk, teikningar, greinar, möntrur, ljósmyndir og sögur um ofbeldismenningu og samfélagið. „Útgáfuboðið gekk ótrúlega vel. Það var stanslaus straumur fólks frá klukkan 18.00 til 21.00,“ segir Hjalti Vigfússon, einn þeirra sem hélt utan um útgáfu bókarinnar. „Ætli það hafi ekki mætt nokkur hundruð manns í heildina. Það var náttúrulega ótrúlega gaman að sjá fólk skoða afrakstur allrar þessarar vinnu,“ segir Hjalti sem er hæstánægður með bókina.„Ég hef ekki hugmynd um hvað við seldum mörg eintök, ég veit bara að bókin rauk út,“ segir hann og hlær.Viðstaddir virtu fyrir sér bókverkið.VÍSIR/EYÞÓR„Það komu yfir 40 einstaklingar að gerð bókarinnar og allir gáfu vinnu sína. Þeir sem eiga verk í bókinni höfðu ekki séð verk hinna og voru að sjá lokaútkomuna í fyrsta sinn í gær. Það var svo innilega gleðilegt að sjá hvað fólk var ánægt og stolt af því hvernig þetta kemur út. Það er einstakt að finna fyrir öllum þessum samhug og vilja fólks til að breyta samfélaginu til hins betra. Þetta gefur okkur náttúrulega aukna orku til að gera gönguna í sumar að þeirra stærstu til þessa. Druslur eru greinilega hvergi nærri hættar að breyta heiminum,“ útskýrir Hjalti. Þess má geta að Druslugangan í ár verður 29. júlí og allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Druslugöngunnar.
Druslugangan Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira