Tónlistarhátíðinni við Skógafoss aflýst Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 19:47 Innlendir sem erlendir tónlistarmenn höfðu boðað komu sína á hátíðina sem átti að fara fram í júlí nk. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa tónlistarhátíðinni Night+Day sem fyrirhuguð var við Skógafoss í júlí. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar að aðrar staðsetningar hafi verið skoðaðar, með það að markmiði að flytja hátíðina annað, en að ekki hafi tekist að flytja hana með svo skömmum fyrirvara. Allir seldir miðar verði endurgreiddir að fullu. Hátíðin átti að fara fram dagana 14. til 16. júlí næstkomandi. Eftir að tilkynnt var um tónleikahöldin var greint frá því að ekki hefði fengist leyfi fyrir afnotum af tjaldsvæði við Skógafoss – en í framhaldinu fengu skipuleggjendur leyfi til hátíðarhaldanna á einkalóð við fossinn. Umhverfisstofnun greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að svæðið sé komið í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna og sé komið á rauðan lista stofnunarinnar. Markmið listans er að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar. Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. 11. maí 2017 09:58 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa tónlistarhátíðinni Night+Day sem fyrirhuguð var við Skógafoss í júlí. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar að aðrar staðsetningar hafi verið skoðaðar, með það að markmiði að flytja hátíðina annað, en að ekki hafi tekist að flytja hana með svo skömmum fyrirvara. Allir seldir miðar verði endurgreiddir að fullu. Hátíðin átti að fara fram dagana 14. til 16. júlí næstkomandi. Eftir að tilkynnt var um tónleikahöldin var greint frá því að ekki hefði fengist leyfi fyrir afnotum af tjaldsvæði við Skógafoss – en í framhaldinu fengu skipuleggjendur leyfi til hátíðarhaldanna á einkalóð við fossinn. Umhverfisstofnun greindi frá því síðastliðinn fimmtudag að svæðið sé komið í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna og sé komið á rauðan lista stofnunarinnar. Markmið listans er að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar.
Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. 11. maí 2017 09:58 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45
Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. 11. maí 2017 09:58
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“