Langfallegasti Gló-staðurinn er í Danmörku Guðný Hrönn skrifar 27. júní 2017 09:30 Solla hélt foropnun fyrir dönsku pressuna á dögunum og þá myndaðist mikil spenna. Mynd/Klix Kommunikation Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“ Matur Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“
Matur Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira